Rödd jarðar Andri Snær og 21. öldin Ásta Arnardóttir skrifar 23. júní 2016 14:52 Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar