Innlent

Ísland eitt ríkja Norðurlanda án samnings

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Enn bíða fatlaðir á Íslandi eftir því að mannréttindasamningur Sameinuðu þjóðanna verði fullgiltur hér á landi.
Enn bíða fatlaðir á Íslandi eftir því að mannréttindasamningur Sameinuðu þjóðanna verði fullgiltur hér á landi. Fréttablaðið/Anton Brink
Finnland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ísland er nú eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur fullgilt samninginn. Landssamtökin Þroskahjálp segja vekja furðu að stjórnvöld hafi ekki enn komið því í verk að fullgilda samninginn. Alls hafa 164 ríki samþykkt hann.

Samningurinn hefur þann tilgang og markmið að tryggja fötluðu fólki mannréttindi á við aðra, vernd gegn mismunun, útilokun og einangrun og tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og lifa eðlilegu lífi.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×