Tivoli frumsýndur hjá Benna Sæunn Gísladóttir skrifar 20. maí 2016 13:46 Fullyrt er að Tivoli sé fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð. Mynd/Bílabúð Benna Bílabúð Benna frumsýnir á laugardag, fjórhjóladrifna sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að allt frá stofnun 1954 hafi SsangYong verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu og notið virðingar fagmanna fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun. Tivoli er nýjasta viðbótin við jeppalínuna frá SsangYong. Áður hefur Íslendingum staðið til boða Rexton og Korando, sem notið hafa mikilla vinsælda hérlendis. Sportjeppinn Tivoli hefur vakið mikla athygli erlendis, enda bíllinn allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Fullyrt er að Tivoli sé fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð. Tivoli verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, á laugardag 21. maí, frá kl. 12:00 - 16:00 og jafnframt hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent
Bílabúð Benna frumsýnir á laugardag, fjórhjóladrifna sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að allt frá stofnun 1954 hafi SsangYong verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu og notið virðingar fagmanna fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun. Tivoli er nýjasta viðbótin við jeppalínuna frá SsangYong. Áður hefur Íslendingum staðið til boða Rexton og Korando, sem notið hafa mikilla vinsælda hérlendis. Sportjeppinn Tivoli hefur vakið mikla athygli erlendis, enda bíllinn allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Fullyrt er að Tivoli sé fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð. Tivoli verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, á laugardag 21. maí, frá kl. 12:00 - 16:00 og jafnframt hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent