Börn til staðar í flestum heimilisofbeldismálum Snærós Sindradóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Börn sem búa á heimili þar sem ofbeldi á sér stað eru skilgreind sem þolendur tilfinningalegs og andlegs ofbeldis. Visir/nordicphotos Börn voru á heimilum í 245 heimilisofbeldismálum sem upp komu á síðasta ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls kom 391 heimilisofbeldismál upp á árinu en það er aukning um 38 prósent á milli ára. Þetta kom fram á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar á miðvikudag. Þar var meðal annars kynnt hvernig fagaðilum hefur þótt til takast með samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Skýrslan var unnin af Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og Kristínu Pálsdóttur hjá RIKK. Á málþinginu kynntu Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir, félagsráðgjafar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hvernig verkefnið hefur haft áhrif á þeirra störf. Jóhanna tekur sem dæmi atvik þar sem barnavernd kom á heimili þar sem faðir hafði beitt móður ofbeldi en tvö börn voru á heimilinu. „Þegar við komum var annað barnið grátandi og með ekka uppi í sófa og enginn að huga að því barni. Á meðan var reynt að ná tökum á aðstæðum, róa móður og fá hennar frásögn. Við gátum farið beint til barnsins, tekið það úr aðstæðunum, róað það niður og rætt við það.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Verklagið hefur reynst vel ef marka má skýrslu um málið. Fréttablaðið/GVAÁður en verkefninu var ýtt úr vör gerðist það jafnan að barnavernd var ekki kölluð til í heimilisofbeldismálum ef lögregla taldi að barnið á heimilinu hefði sofið af sér ófriðinn. „Oft telur lögregla að börn séu sofandi og hafi ekki orðið vitni eða foreldrar segja að börnin hafi ekki heyrt. En við vitum oft betur. Þau fá fyrstu hjálp í erfiðum aðstæðum. Þannig verður allt markvissara,“ segir Jóhanna. Það flokkast sem tilfinningalegt og andlegt ofbeldi ef börn þurfa að búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er við lýði, jafnvel þótt ofbeldið beinist ekki líkamlega að börnunum. Öllum börnum sem barnavernd aðstoðar vegna heimilisofbeldis er boðin sálfræðihjálp innan 48 tíma frá atvikinu. Samkvæmt skýrslunni um gengi verkefnisins voru ofbeldismenn handteknir í 169 tilvikum af 391. Kærur voru lagðar fram í 63 málum. Í flestum tilvikum tilkynnti þolandi sjálfur um ofbeldið til lögreglu, eða í 200 tilvikum. Fjölskylda og vinir tilkynntu um heimilisofbeldið í 62 tilfellum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Börn voru á heimilum í 245 heimilisofbeldismálum sem upp komu á síðasta ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls kom 391 heimilisofbeldismál upp á árinu en það er aukning um 38 prósent á milli ára. Þetta kom fram á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar á miðvikudag. Þar var meðal annars kynnt hvernig fagaðilum hefur þótt til takast með samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Skýrslan var unnin af Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og Kristínu Pálsdóttur hjá RIKK. Á málþinginu kynntu Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir, félagsráðgjafar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hvernig verkefnið hefur haft áhrif á þeirra störf. Jóhanna tekur sem dæmi atvik þar sem barnavernd kom á heimili þar sem faðir hafði beitt móður ofbeldi en tvö börn voru á heimilinu. „Þegar við komum var annað barnið grátandi og með ekka uppi í sófa og enginn að huga að því barni. Á meðan var reynt að ná tökum á aðstæðum, róa móður og fá hennar frásögn. Við gátum farið beint til barnsins, tekið það úr aðstæðunum, róað það niður og rætt við það.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Verklagið hefur reynst vel ef marka má skýrslu um málið. Fréttablaðið/GVAÁður en verkefninu var ýtt úr vör gerðist það jafnan að barnavernd var ekki kölluð til í heimilisofbeldismálum ef lögregla taldi að barnið á heimilinu hefði sofið af sér ófriðinn. „Oft telur lögregla að börn séu sofandi og hafi ekki orðið vitni eða foreldrar segja að börnin hafi ekki heyrt. En við vitum oft betur. Þau fá fyrstu hjálp í erfiðum aðstæðum. Þannig verður allt markvissara,“ segir Jóhanna. Það flokkast sem tilfinningalegt og andlegt ofbeldi ef börn þurfa að búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er við lýði, jafnvel þótt ofbeldið beinist ekki líkamlega að börnunum. Öllum börnum sem barnavernd aðstoðar vegna heimilisofbeldis er boðin sálfræðihjálp innan 48 tíma frá atvikinu. Samkvæmt skýrslunni um gengi verkefnisins voru ofbeldismenn handteknir í 169 tilvikum af 391. Kærur voru lagðar fram í 63 málum. Í flestum tilvikum tilkynnti þolandi sjálfur um ofbeldið til lögreglu, eða í 200 tilvikum. Fjölskylda og vinir tilkynntu um heimilisofbeldið í 62 tilfellum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira