Börn til staðar í flestum heimilisofbeldismálum Snærós Sindradóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Börn sem búa á heimili þar sem ofbeldi á sér stað eru skilgreind sem þolendur tilfinningalegs og andlegs ofbeldis. Visir/nordicphotos Börn voru á heimilum í 245 heimilisofbeldismálum sem upp komu á síðasta ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls kom 391 heimilisofbeldismál upp á árinu en það er aukning um 38 prósent á milli ára. Þetta kom fram á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar á miðvikudag. Þar var meðal annars kynnt hvernig fagaðilum hefur þótt til takast með samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Skýrslan var unnin af Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og Kristínu Pálsdóttur hjá RIKK. Á málþinginu kynntu Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir, félagsráðgjafar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hvernig verkefnið hefur haft áhrif á þeirra störf. Jóhanna tekur sem dæmi atvik þar sem barnavernd kom á heimili þar sem faðir hafði beitt móður ofbeldi en tvö börn voru á heimilinu. „Þegar við komum var annað barnið grátandi og með ekka uppi í sófa og enginn að huga að því barni. Á meðan var reynt að ná tökum á aðstæðum, róa móður og fá hennar frásögn. Við gátum farið beint til barnsins, tekið það úr aðstæðunum, róað það niður og rætt við það.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Verklagið hefur reynst vel ef marka má skýrslu um málið. Fréttablaðið/GVAÁður en verkefninu var ýtt úr vör gerðist það jafnan að barnavernd var ekki kölluð til í heimilisofbeldismálum ef lögregla taldi að barnið á heimilinu hefði sofið af sér ófriðinn. „Oft telur lögregla að börn séu sofandi og hafi ekki orðið vitni eða foreldrar segja að börnin hafi ekki heyrt. En við vitum oft betur. Þau fá fyrstu hjálp í erfiðum aðstæðum. Þannig verður allt markvissara,“ segir Jóhanna. Það flokkast sem tilfinningalegt og andlegt ofbeldi ef börn þurfa að búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er við lýði, jafnvel þótt ofbeldið beinist ekki líkamlega að börnunum. Öllum börnum sem barnavernd aðstoðar vegna heimilisofbeldis er boðin sálfræðihjálp innan 48 tíma frá atvikinu. Samkvæmt skýrslunni um gengi verkefnisins voru ofbeldismenn handteknir í 169 tilvikum af 391. Kærur voru lagðar fram í 63 málum. Í flestum tilvikum tilkynnti þolandi sjálfur um ofbeldið til lögreglu, eða í 200 tilvikum. Fjölskylda og vinir tilkynntu um heimilisofbeldið í 62 tilfellum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Börn voru á heimilum í 245 heimilisofbeldismálum sem upp komu á síðasta ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls kom 391 heimilisofbeldismál upp á árinu en það er aukning um 38 prósent á milli ára. Þetta kom fram á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar á miðvikudag. Þar var meðal annars kynnt hvernig fagaðilum hefur þótt til takast með samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Skýrslan var unnin af Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og Kristínu Pálsdóttur hjá RIKK. Á málþinginu kynntu Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir, félagsráðgjafar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hvernig verkefnið hefur haft áhrif á þeirra störf. Jóhanna tekur sem dæmi atvik þar sem barnavernd kom á heimili þar sem faðir hafði beitt móður ofbeldi en tvö börn voru á heimilinu. „Þegar við komum var annað barnið grátandi og með ekka uppi í sófa og enginn að huga að því barni. Á meðan var reynt að ná tökum á aðstæðum, róa móður og fá hennar frásögn. Við gátum farið beint til barnsins, tekið það úr aðstæðunum, róað það niður og rætt við það.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Verklagið hefur reynst vel ef marka má skýrslu um málið. Fréttablaðið/GVAÁður en verkefninu var ýtt úr vör gerðist það jafnan að barnavernd var ekki kölluð til í heimilisofbeldismálum ef lögregla taldi að barnið á heimilinu hefði sofið af sér ófriðinn. „Oft telur lögregla að börn séu sofandi og hafi ekki orðið vitni eða foreldrar segja að börnin hafi ekki heyrt. En við vitum oft betur. Þau fá fyrstu hjálp í erfiðum aðstæðum. Þannig verður allt markvissara,“ segir Jóhanna. Það flokkast sem tilfinningalegt og andlegt ofbeldi ef börn þurfa að búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er við lýði, jafnvel þótt ofbeldið beinist ekki líkamlega að börnunum. Öllum börnum sem barnavernd aðstoðar vegna heimilisofbeldis er boðin sálfræðihjálp innan 48 tíma frá atvikinu. Samkvæmt skýrslunni um gengi verkefnisins voru ofbeldismenn handteknir í 169 tilvikum af 391. Kærur voru lagðar fram í 63 málum. Í flestum tilvikum tilkynnti þolandi sjálfur um ofbeldið til lögreglu, eða í 200 tilvikum. Fjölskylda og vinir tilkynntu um heimilisofbeldið í 62 tilfellum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira