Hafðu áhrif Jóhanna Einarsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun