Hafðu áhrif Jóhanna Einarsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun