Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 11:00 Ein brúnna yfir Dóná í Budapest lokuð af leigubílstjórum sem mótmæla Uber og svokölluðum "hýenu"-leigubílstjórum. Leigubílstjórar í ungversku höfuðborginni Budapest eru ekki beint hrifnir af tilkomu Uber leigubílaþjónustunnar í borginni og efndu til mótmæla gegn starfsemi þeirra með því að loka einni aðalbrúnni yfir Dóná sem liggur gegnum borgina fögru. Mótmæli þeirra snúast eiginlega ekki að þeim ódýru og samkeppnishæfu fargjöldum sem bjóðast með Uber bílunum, heldu öllu fremur þeim ströngu reglum sem venjulegum leigubílstórum eru settar af yfirvöldum í borginni. Leigubílar þeirra mega t.d. ekki verða eldri en 10 ára, verða að vera í hárréttum gulum lit og það sem verst er að þeir geta aðeins rukkað farþega um fyrirfram ákveðið gjald sem er um 120 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Þessum reglum þurfa Uber bílstjórar ekki að hlýta og það skekkir verulega samkeppnishæfni venjulegra leigubílstjóra. Leigubílstjórar í Budapest eru einnig orðnir þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs og rukka ferðamenn óhóflega, en þeir telja að yfirvöld reyni ekkert að stöðva starfsemi þeirra. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent
Leigubílstjórar í ungversku höfuðborginni Budapest eru ekki beint hrifnir af tilkomu Uber leigubílaþjónustunnar í borginni og efndu til mótmæla gegn starfsemi þeirra með því að loka einni aðalbrúnni yfir Dóná sem liggur gegnum borgina fögru. Mótmæli þeirra snúast eiginlega ekki að þeim ódýru og samkeppnishæfu fargjöldum sem bjóðast með Uber bílunum, heldu öllu fremur þeim ströngu reglum sem venjulegum leigubílstórum eru settar af yfirvöldum í borginni. Leigubílar þeirra mega t.d. ekki verða eldri en 10 ára, verða að vera í hárréttum gulum lit og það sem verst er að þeir geta aðeins rukkað farþega um fyrirfram ákveðið gjald sem er um 120 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Þessum reglum þurfa Uber bílstjórar ekki að hlýta og það skekkir verulega samkeppnishæfni venjulegra leigubílstjóra. Leigubílstjórar í Budapest eru einnig orðnir þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs og rukka ferðamenn óhóflega, en þeir telja að yfirvöld reyni ekkert að stöðva starfsemi þeirra.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent