Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Volvo atvinnutækja Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 16:46 Fyrsta skóflustungan tekin í Hádegismóum á mánudaginn. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar tók fyrstu skóflustunguna mánudaginn 2. maí fyrir nýja verkstæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, að Hádegismóum 7. Þar verður til húsa sala og þjónusta fyrir Volvo vörubíla, vinnuvélar, rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt þjónustu og sölu Renault Trucks vörubíla. „Þetta eru merkileg tímamót sem við höfum beðið lengi eftir. Skóflustungan er fyrsta skrefið í að byggja upp enn öflugri atvinnutækjadeild. Stór tæki þurfa mikið athafnarými svo það verður bylting að komast í sérhannað húsnæði þar sem allt aðgengi er hannað frá grunni með slík tæki í huga. Nýtt húsnæði mun auka hagræði fyrir viðskiptavini og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn verður framúrskarandi. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og stefnt að verklokum á næsta ári“ sagði Egill Jóhannsson við skóflustunguna. Lóðin er 14 þúsund fermetrar og stendur við stofnæðar svo aðgengi er sérlega gott fyrir stærri tæki. Hönnun stendur yfir og í framhaldi verður farið í útboð á einstökum verkþáttum. Mansard teiknistofa sér um hönnun byggingarinnar, VSB verkfræðistofa hannar burðarvirki, lagnir og rafkerfi, Efla sér um brunahönnun, Teiknistofan Storð um lóðarhönnun og KÞ ráðgjöf er umsjónarmaður verkkaupa. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar tók fyrstu skóflustunguna mánudaginn 2. maí fyrir nýja verkstæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, að Hádegismóum 7. Þar verður til húsa sala og þjónusta fyrir Volvo vörubíla, vinnuvélar, rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt þjónustu og sölu Renault Trucks vörubíla. „Þetta eru merkileg tímamót sem við höfum beðið lengi eftir. Skóflustungan er fyrsta skrefið í að byggja upp enn öflugri atvinnutækjadeild. Stór tæki þurfa mikið athafnarými svo það verður bylting að komast í sérhannað húsnæði þar sem allt aðgengi er hannað frá grunni með slík tæki í huga. Nýtt húsnæði mun auka hagræði fyrir viðskiptavini og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn verður framúrskarandi. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og stefnt að verklokum á næsta ári“ sagði Egill Jóhannsson við skóflustunguna. Lóðin er 14 þúsund fermetrar og stendur við stofnæðar svo aðgengi er sérlega gott fyrir stærri tæki. Hönnun stendur yfir og í framhaldi verður farið í útboð á einstökum verkþáttum. Mansard teiknistofa sér um hönnun byggingarinnar, VSB verkfræðistofa hannar burðarvirki, lagnir og rafkerfi, Efla sér um brunahönnun, Teiknistofan Storð um lóðarhönnun og KÞ ráðgjöf er umsjónarmaður verkkaupa.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent