Lausn á vanda Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stóraukna opinbera fjárfestingu. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði fjármálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi um þörf fyrir innviðauppbyggingu hér á landi. Um 80.000 manns hafa nú krafist þess með undirskrift sinni að auknum fjármunum verði veitt til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á auknar vegaframkvæmdir og uppbyggingu á ferðamannastöðum úr öllum áttum og að löggæslu þurfi einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis bæði íbúa og ferðamanna í senn. Fleiri ferðamenn hér á landi auka á álag á heilbrigðiskerfið en álagið er of mikið fyrir. Fjármunir sem ferðamennska skilar í ríkiskassann duga ekki til. Fjármálaráðherrann segir að ef mæta eigi þessum kröfum þurfi að gera ráðstafanir og búa til svigrúm fyrir þær í ríkisrekstrinum. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman í rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla samstöðu um það á þinginu að draga reksturinn mjög saman þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði ráðherrann í umræðunum um innviðauppbygginguna. Ef setja á aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, vegakerfið og löggæslu við þær aðstæður sem nú eru uppi í hagkerfinu okkar þarf annað tveggja að koma til; niðurskurður í ríkisrekstri eins og fjármálaráðherrann bendir á eða auknar tekjur. En þá leið nefndi ráðherrann ekki og segir ekkert hægt að gera nema hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og nýja Vestmannaeyjaferju. Þær fjárfestingar auki ekki fjármuni í umferð hér á landi enda verslað við útlönd.Færi langt með að mæta þörfinni Skoðum þetta aðeins betur. Ef hægristjórnin tæki til baka lækkun á veiðigjöldum og lækkun tekjuskatts sem hún hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu þá færi það langt með að mæta þörfinni fyrir uppbyggingu. Lækkun á veiðigjöldunum nemur um 6 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og tekjuskattslækkunin sú síðasta sem gagnast þeim með lægstu launin ekkert, nemur um 11 milljörðum á ári þegar að hún er að fullu komin til framkvæmda. Auk þess blasir við að þeir sem nýta sér ferðaþjónustu ættu að greiða virðisaukaskatt í almennu þrepi en gera ekki. Hægristjórnin vill að ferðamenn fái afslátt af neysluskatti. Slíkur skattaafsláttur getur verið réttlætanlegur fyrir sprotaatvinnugrein sem vantar aðstoð til að vaxa. Það er ferðaþjónustan ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er svo stór atvinnugrein að hún toppar sjávarútveg í gjaldeyristekjum og fjöldi ferðamanna er meiri en við virðumst ráða fyllilega við. Ef við værum að innheimta jafn há veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað á síðasta kjörtímabili, tekjuskattsþrepum hefði ekki verið fækkað og ef ferðaþjónustan innheimti virðisaukaskatt af sínum viðskiptavinum eins og almennt gerist hjá öðrum þjónustufyrirtækjum í landinu, gætum við haldið við vegum með sómasamlegum hætti og bætt heilbrigðiskerfið, löggæsluna og jafnvel skólana svo um munaði. Það skiptir máli hverjir stjórna. Fyrir þá sem vilja heyra meira er hér slóð með allri umræðu um innviðauppbygginguna á Alþingi (stendur yfir í 30 mín.). Málshefjandi var Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20160217T154956 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stóraukna opinbera fjárfestingu. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði fjármálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi um þörf fyrir innviðauppbyggingu hér á landi. Um 80.000 manns hafa nú krafist þess með undirskrift sinni að auknum fjármunum verði veitt til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á auknar vegaframkvæmdir og uppbyggingu á ferðamannastöðum úr öllum áttum og að löggæslu þurfi einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis bæði íbúa og ferðamanna í senn. Fleiri ferðamenn hér á landi auka á álag á heilbrigðiskerfið en álagið er of mikið fyrir. Fjármunir sem ferðamennska skilar í ríkiskassann duga ekki til. Fjármálaráðherrann segir að ef mæta eigi þessum kröfum þurfi að gera ráðstafanir og búa til svigrúm fyrir þær í ríkisrekstrinum. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman í rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla samstöðu um það á þinginu að draga reksturinn mjög saman þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði ráðherrann í umræðunum um innviðauppbygginguna. Ef setja á aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, vegakerfið og löggæslu við þær aðstæður sem nú eru uppi í hagkerfinu okkar þarf annað tveggja að koma til; niðurskurður í ríkisrekstri eins og fjármálaráðherrann bendir á eða auknar tekjur. En þá leið nefndi ráðherrann ekki og segir ekkert hægt að gera nema hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og nýja Vestmannaeyjaferju. Þær fjárfestingar auki ekki fjármuni í umferð hér á landi enda verslað við útlönd.Færi langt með að mæta þörfinni Skoðum þetta aðeins betur. Ef hægristjórnin tæki til baka lækkun á veiðigjöldum og lækkun tekjuskatts sem hún hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu þá færi það langt með að mæta þörfinni fyrir uppbyggingu. Lækkun á veiðigjöldunum nemur um 6 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og tekjuskattslækkunin sú síðasta sem gagnast þeim með lægstu launin ekkert, nemur um 11 milljörðum á ári þegar að hún er að fullu komin til framkvæmda. Auk þess blasir við að þeir sem nýta sér ferðaþjónustu ættu að greiða virðisaukaskatt í almennu þrepi en gera ekki. Hægristjórnin vill að ferðamenn fái afslátt af neysluskatti. Slíkur skattaafsláttur getur verið réttlætanlegur fyrir sprotaatvinnugrein sem vantar aðstoð til að vaxa. Það er ferðaþjónustan ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er svo stór atvinnugrein að hún toppar sjávarútveg í gjaldeyristekjum og fjöldi ferðamanna er meiri en við virðumst ráða fyllilega við. Ef við værum að innheimta jafn há veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað á síðasta kjörtímabili, tekjuskattsþrepum hefði ekki verið fækkað og ef ferðaþjónustan innheimti virðisaukaskatt af sínum viðskiptavinum eins og almennt gerist hjá öðrum þjónustufyrirtækjum í landinu, gætum við haldið við vegum með sómasamlegum hætti og bætt heilbrigðiskerfið, löggæsluna og jafnvel skólana svo um munaði. Það skiptir máli hverjir stjórna. Fyrir þá sem vilja heyra meira er hér slóð með allri umræðu um innviðauppbygginguna á Alþingi (stendur yfir í 30 mín.). Málshefjandi var Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20160217T154956
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar