Nú skal mismuna eftir aldri Pétur Sigurðsson og skrifa 11. ágúst 2016 06:00 Ég er ýmsu vanur frá pólitíkusum. Búandi í Flórída þá heyri ég ruglið í Hillary Clinton og Donald Trump á ljósvakamiðlum mörgum sinnum á dag. En að íslenskur ráðherra skyldi slá þeim við í ruglinu átti ég ekki von á. Fréttin á heimasíðu Ríkisútvarpsins þann 7. júlí, þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, að ríkisstjórnin sé að skoða þann möguleika að banna lán til fólks, ef það getur ekki greitt lánið upp áður en það er komið á ellilífeyrisaldur. Hér í Bandaríkjunum myndi þetta flokkast sem mismunun vegna aldurs. Að mismuna einhverjum vegna aldurs, sama hvort það er í atvinnu, vegna fjármála eða annars er alríkisglæpur í Bandaríkjunum. Það að Sigurður Ingi skuli taka þannig til orða að kalla þetta „spennandi“ verkefni finnst mér alveg ótrúlegt og myndi flokkast hér sem tilraun til pólitísks sjálfsmorðs. Hér í Bandaríkjunum ræður greiðslugeta fólks því hvort það fær lán eða ekki. Aldur, kyn, litarháttur, uppruni, trú, hjúskaparstaða eða hvort tekjurnar koma frá hinu opinbera má ekki ráða því hvort þú ert lánshæfur eða ekki. Það eru tvenn alríkislög sem fjalla um þessa þætti, annað er lagaflokkur sem fjallar um lánsmöguleika fólks (Equal Credit Opportunity Act) og hinn lagaflokkurinn er hluti af húsnæðislöggjöfinni hér (Fair Housing Act). Báðir þessir lagaflokkar voru settir til þess að koma í veg fyrir mismunun eins og ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist ætla að leggja fyrir Alþingi. Ég hélt að svona forræðishyggjustjórnarhættir væru fyrir löngu aflagðir og hefðu að mestu leyti horfið á svipuðum tíma og Berlínarmúrinn féll. Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því að fólk geti ekki séð fjárhag sínum borgið, því býður hún þá fólki ekki upp á námskeið í fjármálalæsi, námskeið eða kynningar á nauðsynlegu lágmarksviðhaldi húsa og svo framvegis? Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að ráðskast með eða skipuleggja fjárhag heimilanna. Ég er að velta því fyrir mér hvað er hérna um að vera. Er íslenska þjóðin orðin svona ósjálfstæð, að ríkisstjórnin þurfi að ákveða fyrir hana hvað henni er hollt eða ekki, eða er ríkisstjórnin búin að missa sambandið við þjóðina og lifir í sínum eigin sýndarveruleika? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Ég er ýmsu vanur frá pólitíkusum. Búandi í Flórída þá heyri ég ruglið í Hillary Clinton og Donald Trump á ljósvakamiðlum mörgum sinnum á dag. En að íslenskur ráðherra skyldi slá þeim við í ruglinu átti ég ekki von á. Fréttin á heimasíðu Ríkisútvarpsins þann 7. júlí, þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, að ríkisstjórnin sé að skoða þann möguleika að banna lán til fólks, ef það getur ekki greitt lánið upp áður en það er komið á ellilífeyrisaldur. Hér í Bandaríkjunum myndi þetta flokkast sem mismunun vegna aldurs. Að mismuna einhverjum vegna aldurs, sama hvort það er í atvinnu, vegna fjármála eða annars er alríkisglæpur í Bandaríkjunum. Það að Sigurður Ingi skuli taka þannig til orða að kalla þetta „spennandi“ verkefni finnst mér alveg ótrúlegt og myndi flokkast hér sem tilraun til pólitísks sjálfsmorðs. Hér í Bandaríkjunum ræður greiðslugeta fólks því hvort það fær lán eða ekki. Aldur, kyn, litarháttur, uppruni, trú, hjúskaparstaða eða hvort tekjurnar koma frá hinu opinbera má ekki ráða því hvort þú ert lánshæfur eða ekki. Það eru tvenn alríkislög sem fjalla um þessa þætti, annað er lagaflokkur sem fjallar um lánsmöguleika fólks (Equal Credit Opportunity Act) og hinn lagaflokkurinn er hluti af húsnæðislöggjöfinni hér (Fair Housing Act). Báðir þessir lagaflokkar voru settir til þess að koma í veg fyrir mismunun eins og ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist ætla að leggja fyrir Alþingi. Ég hélt að svona forræðishyggjustjórnarhættir væru fyrir löngu aflagðir og hefðu að mestu leyti horfið á svipuðum tíma og Berlínarmúrinn féll. Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því að fólk geti ekki séð fjárhag sínum borgið, því býður hún þá fólki ekki upp á námskeið í fjármálalæsi, námskeið eða kynningar á nauðsynlegu lágmarksviðhaldi húsa og svo framvegis? Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að ráðskast með eða skipuleggja fjárhag heimilanna. Ég er að velta því fyrir mér hvað er hérna um að vera. Er íslenska þjóðin orðin svona ósjálfstæð, að ríkisstjórnin þurfi að ákveða fyrir hana hvað henni er hollt eða ekki, eða er ríkisstjórnin búin að missa sambandið við þjóðina og lifir í sínum eigin sýndarveruleika?
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun