Öflugasta mótorhjól landsins Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 09:09 Kawasaki H2 hjólið verður til sýnis í dag í Nitro. Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent
Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent