Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Matt Bellamy, var í miklu stuði og ávarpaði tónleikagesti á íslensku með því að segja: „gott kvöld Reykjavík“ og „hvað er að frétta Reykjavík?“.
Það má með sanni segja að Bellamy hafi verið hrifinn af Íslandi því hann ferðaðist um landið og skoðaði meðal annars Gullfoss og Geysi og margt annað.
Á Instagram-síðu hans má sjá sex myndbönd sem tekin voru upp af Bellamy við þessa staði en þau eru ýmist í „slow motion“ eða tekin upp á dróna.