Þýskaland hótar að banna sölu bíla Fiat Chrysler vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 10:16 Er Fiat Chrysler í djúpum skít líkt og Volkswagen vegna dísilvélasvindls? Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent