Hjálmar þessi er með þekktustu íslensku Snapchat-grínurunum en tæplega þúsund manns fylgjast reglulega með uppátækjum hans þar. Fyrir þá sem ekki vita hvað Snapchat er þá er um að ræða smáforrit fyrir snjallsíma og þar má setja inn myndir, texta og stuttar vídeóklippur sem það sendir svo sín á milli, inn í tiltekna hópa. Myndefnið eyðist svo eftir sólarhring inni.
Hjálmar, sem setur reglulega inn grínmyndbönd af sér í gervi hinna og þessa karaktera, segir á Facebook að nú hefjist grínið, eða „grillið,“ fyrir alvöru.