Mikið af óvenjulegum stöðum í Breiðholtinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. ágúst 2016 09:30 Sigríður Sunna Reynisdóttir og Valgeir Sigurðsson eru listrænir stjórnendur hátíðarinnar sem verður haldin að mestu leyti í skúlptúragarði Hallsteins Sigurðssonar. Vísir/Eyþór Hátíðin Breiðholt Festival verður haldin í annað sinn sunnudaginn 14. ágúst klukkan eitt og stendur yfir allan daginn. Á hátíðinni koma fram ýmsir listamenn af öllum sviðum listsköpunar. Í boði verða tónleikar þar sem spila til dæmis Hermigervill, Pascal Pinion og Daníel Bjarnason – það verður hægt að hlýða á kóra og myndlist verður til sýnis, vinnustofur og alls kyns aðrir viðburðir hér og þar um svæðið. Hátíðin mun fara fram í og við skúlptúragarð Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara, en Hallsteinn sjálfur verður með opna vinnustofu á svæðinu þar sem verða til sýnis smærri verk eftir hann. „Við prufukeyrðum þetta í júní í fyrra. Það gekk bara vonum framar, við fengum geggjað veður, fína umfjöllun og góða mætingu – þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.En af hverju Breiðholtið og hvernig varð þessi hugmynd um festival þar til? „Við Valgeir Sigurðsson, sem erum listrænir stjórnendur hátíðarinnar, vorum einfaldlega í göngutúr um Breiðholtið, okkar heimahverfi, og allt í einu fórum við að horfa á það með gests augum og áttuðum okkur á því að hér væri allt til alls til að halda góða hátíð – eins og skemmtilegir og óvenjulegir staðir. Við erum líka bæði listamenn, ég í leikhúsi og hann í tónlist, og erum því mikið í því að fara niður í bæ með allan okkar búnað til að taka þátt í viðburðum þar og við bara ákváðum að snúa því við og fá fólk hingað. Svo eru líka persónulegar ástæður – við vildum fá fólkið út úr húsunum sínum og til að kynnast nágrönnum, vekja smá líf í hverfinu svo að mannlífið sé ekki svona aðskilið – annars vegar í miðbænum og hins vegar sé það með hálfgerðum svefnbæjarbrag hér í úthverfunum. Síðan fórum við líka að skoða hvað það er mikið af listafólki og hvað það kemur mikil menning úr hverfinu – flestir lykillistamennirnir sem koma fram hafa alist hér upp, búa enn þá í Breiðholti eða hafa unnið hér. Allir listamennirnir hafa tengingu, ólíka þó, við Breiðholt. Á Facebook-síðu hátíðarinnar erum við að kynna listamennina einn í einu þar sem þeir segja frá tengingu sinni við hverfið og frá uppáhaldsstöðunum sínum – sem varpar nýju ljósi á hverfið. Til dæmis verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, með teikningar tengdar Breiðholti og sjálfsævisöguleg skrif sem líka tengjast hverfinu en hún ólst upp hérna í Breiðholti og lærði myndlist í FB. Ragnheiður Maísól Sturludóttir verður með opna vinnustofu þar sem fólk getur komið við, þar verður svona lítið Breiðholt sem á að rísa úr pappa og heitir Smáholt. Það verður alveg tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að eyða smá tíma hjá henni þarna. Það mun lítil Breiðholtskirkja rísa úr pappa, blokkir og önnur mannvirki sem fólk þekkir úr hverfinu. Við viljum endilega hvetja fólk til að koma með sundföt því að það verður opið í Ölduselslaug sem er yfirleitt ekki opin almenningi, hún er notuð til sundkennslu í hverfinu. Það verða viðburðir þar, það verður hægt að hlusta á hljóðinnsetningu ofan í vatninu, það verður hljómsveit, sundlaugar-zumba og ýmislegt annað þarna ofan í.“ Eins og áður sagði hefst hátíðin klukkan eitt á sunnudaginn 14. ágúst og er frítt að taka þátt í öllum viðburðum hennar. Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Hátíðin Breiðholt Festival verður haldin í annað sinn sunnudaginn 14. ágúst klukkan eitt og stendur yfir allan daginn. Á hátíðinni koma fram ýmsir listamenn af öllum sviðum listsköpunar. Í boði verða tónleikar þar sem spila til dæmis Hermigervill, Pascal Pinion og Daníel Bjarnason – það verður hægt að hlýða á kóra og myndlist verður til sýnis, vinnustofur og alls kyns aðrir viðburðir hér og þar um svæðið. Hátíðin mun fara fram í og við skúlptúragarð Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara, en Hallsteinn sjálfur verður með opna vinnustofu á svæðinu þar sem verða til sýnis smærri verk eftir hann. „Við prufukeyrðum þetta í júní í fyrra. Það gekk bara vonum framar, við fengum geggjað veður, fína umfjöllun og góða mætingu – þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.En af hverju Breiðholtið og hvernig varð þessi hugmynd um festival þar til? „Við Valgeir Sigurðsson, sem erum listrænir stjórnendur hátíðarinnar, vorum einfaldlega í göngutúr um Breiðholtið, okkar heimahverfi, og allt í einu fórum við að horfa á það með gests augum og áttuðum okkur á því að hér væri allt til alls til að halda góða hátíð – eins og skemmtilegir og óvenjulegir staðir. Við erum líka bæði listamenn, ég í leikhúsi og hann í tónlist, og erum því mikið í því að fara niður í bæ með allan okkar búnað til að taka þátt í viðburðum þar og við bara ákváðum að snúa því við og fá fólk hingað. Svo eru líka persónulegar ástæður – við vildum fá fólkið út úr húsunum sínum og til að kynnast nágrönnum, vekja smá líf í hverfinu svo að mannlífið sé ekki svona aðskilið – annars vegar í miðbænum og hins vegar sé það með hálfgerðum svefnbæjarbrag hér í úthverfunum. Síðan fórum við líka að skoða hvað það er mikið af listafólki og hvað það kemur mikil menning úr hverfinu – flestir lykillistamennirnir sem koma fram hafa alist hér upp, búa enn þá í Breiðholti eða hafa unnið hér. Allir listamennirnir hafa tengingu, ólíka þó, við Breiðholt. Á Facebook-síðu hátíðarinnar erum við að kynna listamennina einn í einu þar sem þeir segja frá tengingu sinni við hverfið og frá uppáhaldsstöðunum sínum – sem varpar nýju ljósi á hverfið. Til dæmis verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, með teikningar tengdar Breiðholti og sjálfsævisöguleg skrif sem líka tengjast hverfinu en hún ólst upp hérna í Breiðholti og lærði myndlist í FB. Ragnheiður Maísól Sturludóttir verður með opna vinnustofu þar sem fólk getur komið við, þar verður svona lítið Breiðholt sem á að rísa úr pappa og heitir Smáholt. Það verður alveg tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að eyða smá tíma hjá henni þarna. Það mun lítil Breiðholtskirkja rísa úr pappa, blokkir og önnur mannvirki sem fólk þekkir úr hverfinu. Við viljum endilega hvetja fólk til að koma með sundföt því að það verður opið í Ölduselslaug sem er yfirleitt ekki opin almenningi, hún er notuð til sundkennslu í hverfinu. Það verða viðburðir þar, það verður hægt að hlusta á hljóðinnsetningu ofan í vatninu, það verður hljómsveit, sundlaugar-zumba og ýmislegt annað þarna ofan í.“ Eins og áður sagði hefst hátíðin klukkan eitt á sunnudaginn 14. ágúst og er frítt að taka þátt í öllum viðburðum hennar.
Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið