Nýr rafmagns Porsche á jeppasýningu Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 14:56 Bílabúð Benna slær upp jeppasýningu Porsche á laugardeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að margt verði um flotta gripi. Stjarna sýningarinnar er þó ofurjeppinn Cayenne S í glænýrri rafmagns útgáfu, Platinum Edition. Samkvæmt Thomasi Má Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, hefur þessi Cayenne verið í boði með glæsilegum staðalbúnaði, en nýi Cayenne Platinum Edition er bókstaflega hlaðinn aukabúnaði og býðst auk þess á sérlega hagstæðu verði. Einnig verður kynntur sérstaklega nýr Porsche Macan. Hér er á ferðinni glæný útgáfa, sem búinn er 252 hestafla bensínvél. Jeppasýningin er í Porsche salnum Vagnhöfða 23, og stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag. Allir eru velkomnir. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent
Bílabúð Benna slær upp jeppasýningu Porsche á laugardeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að margt verði um flotta gripi. Stjarna sýningarinnar er þó ofurjeppinn Cayenne S í glænýrri rafmagns útgáfu, Platinum Edition. Samkvæmt Thomasi Má Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, hefur þessi Cayenne verið í boði með glæsilegum staðalbúnaði, en nýi Cayenne Platinum Edition er bókstaflega hlaðinn aukabúnaði og býðst auk þess á sérlega hagstæðu verði. Einnig verður kynntur sérstaklega nýr Porsche Macan. Hér er á ferðinni glæný útgáfa, sem búinn er 252 hestafla bensínvél. Jeppasýningin er í Porsche salnum Vagnhöfða 23, og stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag. Allir eru velkomnir.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent