Veldur þrjóskan í Yellen samdrætti í Bandaríkjunum? Lars Christensen skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun