Spieth bauð upp á grillmat Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 08:45 Spieth hélt sér á kunnulegum slóðum í vali sínum á matseðli meistaramáltíðarinnar. Vísir/Getty Masters-mótið, fyrsta stórmót ársins, hefst á morgun en í gær fór fram árlegur kvöldverður fyrrum meistara. Eins og venjan er var það undir ríkjandi meistara komið að velja matseðilinn og borga matinn. Jordan Spieth fagnaði sigri í fyrra og var með „ekta grillmat frá Texas“ í aðalrétt. Það er viðeigandi, enda ólst Spieth upp í Texas. Aðalrétturinn var veglegur með nautakjöti, kjúklingi og rifjum. Matseðilinn er eins og gefur að skilja afar mismunandi frá ári til árs enda koma fyrrum meistarar úr öllum heimshornum. Þó er líklega einn óvenjulegasti matseðilinn frá 1998 þegar hinn 22 ára Tiger Woods valdi að bjóða upp á ostaborgara, kjúklingasamlokur, franskar og mjólkurhristinga. Fyrrum meistarar eru þó ekki skyldugir til að borða réttinn sem meistarinn valdi og geta, ef þeim sýnist svo, pantað aðra hefðbundna rétti af matseðli Augusta-klúbbsins. Þessi hefði hefur verið við lýði síðan 1952 og átti Ben Hogan, þáverandi meistari, frumkvæði að þessu fyrirkomulagi.Jordan Spieth's Masters Champion Dinner Menu (H/T @DanWetzel) pic.twitter.com/bZ9WAuiSqe— Darren Rovell (@darrenrovell) April 6, 2016 Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Masters-mótið, fyrsta stórmót ársins, hefst á morgun en í gær fór fram árlegur kvöldverður fyrrum meistara. Eins og venjan er var það undir ríkjandi meistara komið að velja matseðilinn og borga matinn. Jordan Spieth fagnaði sigri í fyrra og var með „ekta grillmat frá Texas“ í aðalrétt. Það er viðeigandi, enda ólst Spieth upp í Texas. Aðalrétturinn var veglegur með nautakjöti, kjúklingi og rifjum. Matseðilinn er eins og gefur að skilja afar mismunandi frá ári til árs enda koma fyrrum meistarar úr öllum heimshornum. Þó er líklega einn óvenjulegasti matseðilinn frá 1998 þegar hinn 22 ára Tiger Woods valdi að bjóða upp á ostaborgara, kjúklingasamlokur, franskar og mjólkurhristinga. Fyrrum meistarar eru þó ekki skyldugir til að borða réttinn sem meistarinn valdi og geta, ef þeim sýnist svo, pantað aðra hefðbundna rétti af matseðli Augusta-klúbbsins. Þessi hefði hefur verið við lýði síðan 1952 og átti Ben Hogan, þáverandi meistari, frumkvæði að þessu fyrirkomulagi.Jordan Spieth's Masters Champion Dinner Menu (H/T @DanWetzel) pic.twitter.com/bZ9WAuiSqe— Darren Rovell (@darrenrovell) April 6, 2016
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira