Volkswagen væntir mikillar söluaukningar með nýjum Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 09:18 Ný kynslóð Volkswagen Tiguan. Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent
Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent