Haraldur spilaði frábærlega og vann sterkt háskólamót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 12:30 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas. Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Haraldur Franklín Magnús spilaði frábærlega og kláraði á tíu höggum undir pari. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti í Bandaríkjunum. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á mótinu á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta er besta frammistaða hans á einum hringi á háskólamóti. Síðari hringinn lék Haraldur síðan á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Haraldur Franklín er á lokaári sínu með Louisiana háskólaliðinu en hann fékk alls tólf fugla á hringjunum tveimur. Leiknar voru bara 36 holur en ekki 54 eins og til stóð vegna úrkomu á Laredo Country Club golfvellinum. Með þessum sigri á mótinu um helgina hefur Haraldur Franklín náð tólf sinnum að vera á meðal tíu efstu á háskólamóti og sex sinnum hefur hann verið á meðal fimm efstu. Haraldur Franklín sigraði í fyrsta sinn á háskólamóti árið 2014 en þá vann hann Memphis Intercollegiate mótið. Þetta var samt aðeins í annað sinn sem kylfingur úr Louisiana háskólaliðinu sigrar á þessu mót iá Laredo Country Club golfvellinum en Craig Perks var sá fyrsti fyrir 26 árum. Ragnar Már Garðarsson endaði á einu höggu undir pari en hann leikur einnig með Louisiana háskólaliðinu. Ragnar lék á 75 og 68 höggum og endaði í 22. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ragnar lék síðustu 14 holurnar á mótinu á sex höggum undir pari og náði með því að komast upp um 38 sæti á lokahringnum. Næsta mót hjá Haraldi og Ragnari fer fram 21. til 22. mars þegar Lone Star mótið fer fram á Briggs Ranch í i San Antonio í Texas.
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira