Höfundurinn flettir hulunni af dularfulla dansverkinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 14:15 Dansarar Íslenska dansflokksins tóku þátt í verkefninu ásamt fórnarlömbum kynferðisofbeldis en í raun máttu allir þeir sem vildu taka þátt. Skjáskot úr myndbandi Stígamóta Tæplega 60 þúsund manns hafa á tæpum sólarhring horft á myndband af listrænum gjörningi sem átti sér stað síðastliðinn laugardag fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjargötu á laugardag. Stígamót standa fyrir gjörningnum. Þar má sjá hóp kvenna stíga fram með tuskur og fötur og hefjast síðan handa við að þrífa stéttina fyrir framan héraðsdóm. Þær öskra og æpa á meðan þær ráðast af hörku á skít götunnar. Stígamót stendur nú fyrir söfnunarátaki sem ber heitið ,,Styttum svartnættið‘‘. Átakið gengur út á það að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta.Erna Ómarsdóttir er einn höfundur gjörningsinsVísir/GVAÞrif voru innblásturinn að gjörningnum Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, bar ábyrgð á listrænni framkvæmd verksins í samvinnu við Ásrúnu Magnúsdóttur dansara. Í samtali við Vísi sagði Erna Ómarsdóttir að Stígamót hefðu haft samband við sig og beðið hana og Ásrúnu Magnúsdóttur að vinna að verkefninu með sér. Erna nefnir að þær hafi strax haft mikinn áhuga á að vinna verkefnið enda sé þetta málefni sem þær brenna fyrir. Dansarar Íslenska dansflokksins tóku þátt í verkefninu ásamt fórnarlömbum kynferðisofbeldis en í raun máttu allir þeir sem vildu taka þátt. Hugmyndin að verkinu kom þegar Erna prófaði að þrífa heimilið sitt með látum, með því að ýkja og stækka þær endurteknu hreyfingar sem fylgja þrifum. Erna bætti við öskrum og hárri öndun og þannig urðu þrifin stærri og fyrirferðameiri. ,,Maður frelsast eiginlega.‘‘ segir Erna og nefnir að hún hafi einmitt oft hugsað að það væri gaman að þrífa ýmsa staði sem hafi ekki góðan anda á þennan hátt. Þetta sé því einskonar nútíma særing. Erna nefnir að hún hafi hugsað þetta út frá því að konurnar séu ekki bara að þrífa skít heldur líka að hreinsa sálina og fá útrás fyrir allskonar pirringi, reiði og sorg. „Út frá þessari hugmynd þróuðum við allan gjörninginn. Hugmyndin var einmitt að þrífa saman, anda saman, öskra saman, dansa saman og faðmast. Við enduðum svo gjörninginn á gleðiöskri og föðmuðum húsið og reyndum að gefa því góða orku.“Hér að neðan má sjá mynband af gjörningnum.Tölurnar tákna tímannEins og sjá má í lok gjörningsins þá stíga nokkrar konur fram og draga fram spjald með áletruðum tölustaf. Samkvæmt Ernu standa þessir tölustafir fyrir þau ár sem liðu frá því að kynferðisofbeldið átti sér stað þar til að fórnarlömbin opnuðu sig og leituðu sér aðstoðar. Þarna má sjá tölur allt frá tveimur upp í 29. Stígamót birtu svo í dag myndband þar sem ein kvennana, Bjarney Rún Haraldsdóttir, sem tók þátt í gjörningnum stígur fram með sína sögu. Þetta er liður í verkefninu og munu Stígamót birta fleiri viðtöl við Stígamótafólk sem opnar sig um erfiða reynslu og varpa ábyrgðinni yfir á gerandann. Bjarney greinir frá því viðtalinu að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hún lýsir því hvernig hún hljóp út frá gerandanum, hágrátandi, öll marin og blá. Hún nefnir í viðtalinu hér að neðan að hjá Stígamótum hafi hún mætt miklum skilningi og lagt hafi verið áherslu á að skömmin sé ekki hennar. Þrátt fyrir þennan stuðning taki ávallt tíma að fara í gegnum þessar tilfinningar. Bjarney segir þessa hjálp frá Stígamótum vera ástæðuna fyrir því að hún hafi lífsvilja í dag. Hér að neðan má sjá viðtalið við Bjarneyju og myndband af gjörningnum. Hér má sjá viðtalið við Bjarneyju Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Tæplega 60 þúsund manns hafa á tæpum sólarhring horft á myndband af listrænum gjörningi sem átti sér stað síðastliðinn laugardag fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjargötu á laugardag. Stígamót standa fyrir gjörningnum. Þar má sjá hóp kvenna stíga fram með tuskur og fötur og hefjast síðan handa við að þrífa stéttina fyrir framan héraðsdóm. Þær öskra og æpa á meðan þær ráðast af hörku á skít götunnar. Stígamót stendur nú fyrir söfnunarátaki sem ber heitið ,,Styttum svartnættið‘‘. Átakið gengur út á það að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta.Erna Ómarsdóttir er einn höfundur gjörningsinsVísir/GVAÞrif voru innblásturinn að gjörningnum Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, bar ábyrgð á listrænni framkvæmd verksins í samvinnu við Ásrúnu Magnúsdóttur dansara. Í samtali við Vísi sagði Erna Ómarsdóttir að Stígamót hefðu haft samband við sig og beðið hana og Ásrúnu Magnúsdóttur að vinna að verkefninu með sér. Erna nefnir að þær hafi strax haft mikinn áhuga á að vinna verkefnið enda sé þetta málefni sem þær brenna fyrir. Dansarar Íslenska dansflokksins tóku þátt í verkefninu ásamt fórnarlömbum kynferðisofbeldis en í raun máttu allir þeir sem vildu taka þátt. Hugmyndin að verkinu kom þegar Erna prófaði að þrífa heimilið sitt með látum, með því að ýkja og stækka þær endurteknu hreyfingar sem fylgja þrifum. Erna bætti við öskrum og hárri öndun og þannig urðu þrifin stærri og fyrirferðameiri. ,,Maður frelsast eiginlega.‘‘ segir Erna og nefnir að hún hafi einmitt oft hugsað að það væri gaman að þrífa ýmsa staði sem hafi ekki góðan anda á þennan hátt. Þetta sé því einskonar nútíma særing. Erna nefnir að hún hafi hugsað þetta út frá því að konurnar séu ekki bara að þrífa skít heldur líka að hreinsa sálina og fá útrás fyrir allskonar pirringi, reiði og sorg. „Út frá þessari hugmynd þróuðum við allan gjörninginn. Hugmyndin var einmitt að þrífa saman, anda saman, öskra saman, dansa saman og faðmast. Við enduðum svo gjörninginn á gleðiöskri og föðmuðum húsið og reyndum að gefa því góða orku.“Hér að neðan má sjá mynband af gjörningnum.Tölurnar tákna tímannEins og sjá má í lok gjörningsins þá stíga nokkrar konur fram og draga fram spjald með áletruðum tölustaf. Samkvæmt Ernu standa þessir tölustafir fyrir þau ár sem liðu frá því að kynferðisofbeldið átti sér stað þar til að fórnarlömbin opnuðu sig og leituðu sér aðstoðar. Þarna má sjá tölur allt frá tveimur upp í 29. Stígamót birtu svo í dag myndband þar sem ein kvennana, Bjarney Rún Haraldsdóttir, sem tók þátt í gjörningnum stígur fram með sína sögu. Þetta er liður í verkefninu og munu Stígamót birta fleiri viðtöl við Stígamótafólk sem opnar sig um erfiða reynslu og varpa ábyrgðinni yfir á gerandann. Bjarney greinir frá því viðtalinu að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hún lýsir því hvernig hún hljóp út frá gerandanum, hágrátandi, öll marin og blá. Hún nefnir í viðtalinu hér að neðan að hjá Stígamótum hafi hún mætt miklum skilningi og lagt hafi verið áherslu á að skömmin sé ekki hennar. Þrátt fyrir þennan stuðning taki ávallt tíma að fara í gegnum þessar tilfinningar. Bjarney segir þessa hjálp frá Stígamótum vera ástæðuna fyrir því að hún hafi lífsvilja í dag. Hér að neðan má sjá viðtalið við Bjarneyju og myndband af gjörningnum. Hér má sjá viðtalið við Bjarneyju
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira