Tími til að tengja? Kristín Ingólfsdóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni. Listinn gæti verið miklu lengri og lengist sífellt. Á þessum tíu árum höfum við séð framfarir á ótalmörgum sviðum, en jafnframt röskun heilla atvinnugreina. Því er spáð að tækniþróun verði nú hraðari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr og muni geta haft mun afdrifaríkari áhrif á lífsviðurværi fólks en áður. Með aukinni „greind“ tölva og sjálfvirkni muni eftirspurn eftir tiltekinni þekkingu og færni sem fólk hefur öðlast í námi og starfi nánast hverfa. Dæmi um þetta sjást jafnvel í tæknigreinum. Framsækin fyrirtæki í þróun tölvutækni eru nú mörg að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp þúsundum starfsmanna vegna þess að tæknin hefur gerbreytt rekstrarumhverfinu sem þau áttu þátt í að innleiða. Hvernig getum við Íslendingar tryggt að við nýtum tækifærin sem tækniþróun skapar? Hvernig getum við forðað að samfélagið skiptist í þá sem skilja nýja tíma og ná tökum á nýrri tækni og hina sem sitja eftir? Eitt er víst. Það hefur aldrei verið brýnna að tengja þarfir framtíðar við stefnumótun nútíðar. Aldrei verið brýnna að skapa nýjar tegundir starfa og ný verðmæti. Það þarf að mennta með nýjum hætti og það þarf að finna nýjar leiðir til símenntunar til að auðvelda tilfærslu milli starfa á lífsleiðinni. Það er lykilatriði að forystumenn þjóðarinnar í stjórnmálum, atvinnulífi og menntamálum skilji hvert stefnir, hafi getu til að móta skýr og ögrandi markmið og hugrekki til að forgangsraða fjármagni til að leiða samfélagið á nýjar brautir. Íslenskt samfélag stendur á mikilvægum tímamótum. Kröfurnar um aukna velferð og samfélagsleg gæði hafa aldrei verið háværari. Viðfangsefnin verða þó sífellt flóknari og örðugri viðfangs með breyttri aldurssamsetningu og öldrun þjóðarinnar. Geta til að skilja hvert stefnir í þróun atvinnulífs og menningar, geta til að skilja hvert tækniþróunin er að leiða alþjóðasamfélagið og geta til að búa okkur undir þessa framtíð með fjárfestingu í menntun og vísindum ræður því hvort okkur tekst áfram að bæta hér lífskjör og auka velferð. Það þarf að forgangsraða. Það þarf að styrkja skólakerfi, háskóla og vísindastofnanir og vinna á sama tíma að því að sníða starf þeirra í takt við þarfir nýrra tíma. Það verður að stuðla í auknum mæli að nýliðun og aukinni þekkingarsköpun og stuðningi við þá sem vilja og geta skapað verðmæti á grundvelli hugvits og rannsókna. Við þurfum stjórnmálaleiðtoga sem skilja kall tímans, setja markið hátt og sækja að því af einurð og festu. Við munum ekki njóta ávaxtanna nema leggja nokkuð undir. Er ekki kominn tími til að tengja?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni. Listinn gæti verið miklu lengri og lengist sífellt. Á þessum tíu árum höfum við séð framfarir á ótalmörgum sviðum, en jafnframt röskun heilla atvinnugreina. Því er spáð að tækniþróun verði nú hraðari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr og muni geta haft mun afdrifaríkari áhrif á lífsviðurværi fólks en áður. Með aukinni „greind“ tölva og sjálfvirkni muni eftirspurn eftir tiltekinni þekkingu og færni sem fólk hefur öðlast í námi og starfi nánast hverfa. Dæmi um þetta sjást jafnvel í tæknigreinum. Framsækin fyrirtæki í þróun tölvutækni eru nú mörg að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp þúsundum starfsmanna vegna þess að tæknin hefur gerbreytt rekstrarumhverfinu sem þau áttu þátt í að innleiða. Hvernig getum við Íslendingar tryggt að við nýtum tækifærin sem tækniþróun skapar? Hvernig getum við forðað að samfélagið skiptist í þá sem skilja nýja tíma og ná tökum á nýrri tækni og hina sem sitja eftir? Eitt er víst. Það hefur aldrei verið brýnna að tengja þarfir framtíðar við stefnumótun nútíðar. Aldrei verið brýnna að skapa nýjar tegundir starfa og ný verðmæti. Það þarf að mennta með nýjum hætti og það þarf að finna nýjar leiðir til símenntunar til að auðvelda tilfærslu milli starfa á lífsleiðinni. Það er lykilatriði að forystumenn þjóðarinnar í stjórnmálum, atvinnulífi og menntamálum skilji hvert stefnir, hafi getu til að móta skýr og ögrandi markmið og hugrekki til að forgangsraða fjármagni til að leiða samfélagið á nýjar brautir. Íslenskt samfélag stendur á mikilvægum tímamótum. Kröfurnar um aukna velferð og samfélagsleg gæði hafa aldrei verið háværari. Viðfangsefnin verða þó sífellt flóknari og örðugri viðfangs með breyttri aldurssamsetningu og öldrun þjóðarinnar. Geta til að skilja hvert stefnir í þróun atvinnulífs og menningar, geta til að skilja hvert tækniþróunin er að leiða alþjóðasamfélagið og geta til að búa okkur undir þessa framtíð með fjárfestingu í menntun og vísindum ræður því hvort okkur tekst áfram að bæta hér lífskjör og auka velferð. Það þarf að forgangsraða. Það þarf að styrkja skólakerfi, háskóla og vísindastofnanir og vinna á sama tíma að því að sníða starf þeirra í takt við þarfir nýrra tíma. Það verður að stuðla í auknum mæli að nýliðun og aukinni þekkingarsköpun og stuðningi við þá sem vilja og geta skapað verðmæti á grundvelli hugvits og rannsókna. Við þurfum stjórnmálaleiðtoga sem skilja kall tímans, setja markið hátt og sækja að því af einurð og festu. Við munum ekki njóta ávaxtanna nema leggja nokkuð undir. Er ekki kominn tími til að tengja?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun