Tími til að tengja? Kristín Ingólfsdóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni. Listinn gæti verið miklu lengri og lengist sífellt. Á þessum tíu árum höfum við séð framfarir á ótalmörgum sviðum, en jafnframt röskun heilla atvinnugreina. Því er spáð að tækniþróun verði nú hraðari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr og muni geta haft mun afdrifaríkari áhrif á lífsviðurværi fólks en áður. Með aukinni „greind“ tölva og sjálfvirkni muni eftirspurn eftir tiltekinni þekkingu og færni sem fólk hefur öðlast í námi og starfi nánast hverfa. Dæmi um þetta sjást jafnvel í tæknigreinum. Framsækin fyrirtæki í þróun tölvutækni eru nú mörg að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp þúsundum starfsmanna vegna þess að tæknin hefur gerbreytt rekstrarumhverfinu sem þau áttu þátt í að innleiða. Hvernig getum við Íslendingar tryggt að við nýtum tækifærin sem tækniþróun skapar? Hvernig getum við forðað að samfélagið skiptist í þá sem skilja nýja tíma og ná tökum á nýrri tækni og hina sem sitja eftir? Eitt er víst. Það hefur aldrei verið brýnna að tengja þarfir framtíðar við stefnumótun nútíðar. Aldrei verið brýnna að skapa nýjar tegundir starfa og ný verðmæti. Það þarf að mennta með nýjum hætti og það þarf að finna nýjar leiðir til símenntunar til að auðvelda tilfærslu milli starfa á lífsleiðinni. Það er lykilatriði að forystumenn þjóðarinnar í stjórnmálum, atvinnulífi og menntamálum skilji hvert stefnir, hafi getu til að móta skýr og ögrandi markmið og hugrekki til að forgangsraða fjármagni til að leiða samfélagið á nýjar brautir. Íslenskt samfélag stendur á mikilvægum tímamótum. Kröfurnar um aukna velferð og samfélagsleg gæði hafa aldrei verið háværari. Viðfangsefnin verða þó sífellt flóknari og örðugri viðfangs með breyttri aldurssamsetningu og öldrun þjóðarinnar. Geta til að skilja hvert stefnir í þróun atvinnulífs og menningar, geta til að skilja hvert tækniþróunin er að leiða alþjóðasamfélagið og geta til að búa okkur undir þessa framtíð með fjárfestingu í menntun og vísindum ræður því hvort okkur tekst áfram að bæta hér lífskjör og auka velferð. Það þarf að forgangsraða. Það þarf að styrkja skólakerfi, háskóla og vísindastofnanir og vinna á sama tíma að því að sníða starf þeirra í takt við þarfir nýrra tíma. Það verður að stuðla í auknum mæli að nýliðun og aukinni þekkingarsköpun og stuðningi við þá sem vilja og geta skapað verðmæti á grundvelli hugvits og rannsókna. Við þurfum stjórnmálaleiðtoga sem skilja kall tímans, setja markið hátt og sækja að því af einurð og festu. Við munum ekki njóta ávaxtanna nema leggja nokkuð undir. Er ekki kominn tími til að tengja?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni. Listinn gæti verið miklu lengri og lengist sífellt. Á þessum tíu árum höfum við séð framfarir á ótalmörgum sviðum, en jafnframt röskun heilla atvinnugreina. Því er spáð að tækniþróun verði nú hraðari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr og muni geta haft mun afdrifaríkari áhrif á lífsviðurværi fólks en áður. Með aukinni „greind“ tölva og sjálfvirkni muni eftirspurn eftir tiltekinni þekkingu og færni sem fólk hefur öðlast í námi og starfi nánast hverfa. Dæmi um þetta sjást jafnvel í tæknigreinum. Framsækin fyrirtæki í þróun tölvutækni eru nú mörg að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp þúsundum starfsmanna vegna þess að tæknin hefur gerbreytt rekstrarumhverfinu sem þau áttu þátt í að innleiða. Hvernig getum við Íslendingar tryggt að við nýtum tækifærin sem tækniþróun skapar? Hvernig getum við forðað að samfélagið skiptist í þá sem skilja nýja tíma og ná tökum á nýrri tækni og hina sem sitja eftir? Eitt er víst. Það hefur aldrei verið brýnna að tengja þarfir framtíðar við stefnumótun nútíðar. Aldrei verið brýnna að skapa nýjar tegundir starfa og ný verðmæti. Það þarf að mennta með nýjum hætti og það þarf að finna nýjar leiðir til símenntunar til að auðvelda tilfærslu milli starfa á lífsleiðinni. Það er lykilatriði að forystumenn þjóðarinnar í stjórnmálum, atvinnulífi og menntamálum skilji hvert stefnir, hafi getu til að móta skýr og ögrandi markmið og hugrekki til að forgangsraða fjármagni til að leiða samfélagið á nýjar brautir. Íslenskt samfélag stendur á mikilvægum tímamótum. Kröfurnar um aukna velferð og samfélagsleg gæði hafa aldrei verið háværari. Viðfangsefnin verða þó sífellt flóknari og örðugri viðfangs með breyttri aldurssamsetningu og öldrun þjóðarinnar. Geta til að skilja hvert stefnir í þróun atvinnulífs og menningar, geta til að skilja hvert tækniþróunin er að leiða alþjóðasamfélagið og geta til að búa okkur undir þessa framtíð með fjárfestingu í menntun og vísindum ræður því hvort okkur tekst áfram að bæta hér lífskjör og auka velferð. Það þarf að forgangsraða. Það þarf að styrkja skólakerfi, háskóla og vísindastofnanir og vinna á sama tíma að því að sníða starf þeirra í takt við þarfir nýrra tíma. Það verður að stuðla í auknum mæli að nýliðun og aukinni þekkingarsköpun og stuðningi við þá sem vilja og geta skapað verðmæti á grundvelli hugvits og rannsókna. Við þurfum stjórnmálaleiðtoga sem skilja kall tímans, setja markið hátt og sækja að því af einurð og festu. Við munum ekki njóta ávaxtanna nema leggja nokkuð undir. Er ekki kominn tími til að tengja?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar