Brjóstakrabbamein í körlum Jóhannes V. Reynisson skrifar 15. desember 2016 10:09 Heilbrigðisþjónustan á að vera fyrir alla og vera gjaldfrjáls. En hún er kostnaðarsöm. Getum við bætt heilsu okkarhvers og eins, heilbrigðisþjónustuna, og dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins um leið? Svarið er já! Hvernig förum við að? Við þurfum að finna og komast fyrir sjúkdóma áður en þeir verða að alvarlegum veikindum. Til þess þurfum við virka heilsugæslu sem kallar okkur reglulega í skoðun. Grunnurinn er fólginn í rannsóknum, rannsóknum og aftur rannsóknum. Við leggjum ekki vegspotta án þes að kanna ofan í kjölinn landið framundan, veður og vinda, umhverfisáhrif, fornleifar og ótrúlega margt annað. Við leitum að hagkvæmustu og greiðfærustu leiðinni og reynum að hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Við þurfum að hugsa heilbrigðiskerfið með sama hætti. Og bretta upp ermar.Ný kynslóð Hundruð Íslendinga falla í valinn á hverju ári vegna algengra krabbameina, til dæmis í brjóstum, ristli, lungum og endaþarmi og sortuæxlum. Gleymum ekki öllum þeim sem ná að sigrast á slíkum meinum. Og heldur ekki þeim gríðarlega líkamlega og andlega sársauka sem svona veikindi valda fólki og fjölskyldum þeirra. Ný kynslóð grunnrannsóknartækja getur greint þessi krabbamein sem áður voru nefnd mun fyrr en núna er mögulegt. Blái naglinn vill stíga mikilvæg skref í áttina til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu með því að leggja til þrjú ný tæki í þessu skyni. Kostnaður við kaup á tækjunum nemur 73 milljónum króna. Enn vantar 55 milljónir upp á. Vonandi munu fyrirtæki og einstaklingar leggja framtakinu lið.Sjúkratryggingar Íslands með í liðið Verkefnin eru fleiri. Fjögur þúsund Íslendingar hafa árlega fengið í fimmtugsafmælisgjöf frá Bláa naglanum heimapróf til að skima fyrir vísbendingum um ristilkrabba. Samhliða því hafa ristilspeglanir þrefaldast á fáum árum og eru nú um tíu þúsund á hverju ári. En hvað verður um þá mikilvægu þekkingu sem verður til við þessar speglarnir? Er hún að rykfalla í tölvum hér og þar um bæinn? Við þurfum að nýta þessa þekkingu, fylgja þessum rannsóknum eftir. Mikilvægur liður í því er að koma á fót gæðaskráningarkerfi fyrir ristilspeglanir. Í þessum efnum skiptir miklu máli að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í gerð gæðaskráningakerfisins sem mun verða til þess að bæta lífslíkur eða jafnvel fyrirbyggja alvarleg veikindi fjölda Íslendinga. Blái naglinn hefur óskað eftir því að Sjúkratryggingar leggi til fjármagn til verkefnisins næstu þrjú árin. Við erum að tala um brotabrot af útgjöldum Sjúkratrygginga Íslands, en samfélagslegur ávinningur margfaldur. Fjárfestingin mun sömuleiðis nýtast öðrum stofnunum á borð við Krabbameinsskrá, Landlækni og fleiri.Stærðin skiptir ekki máli Á hverjum áratug deyja hundruð kvenna úr brjóstakrabbameini, og það kann að koma á óvart, upp undir tíu karlmenn líka. Karlmenn fá nefnilega líka brjóstakrabbamein. Við leggjum mikið á okkur til þess að finna brjóstakrabbamein. Enn sem komið er virðast aðferðirnar aðeins bjóða upp á að koma auga á meinið þegar það er komið í brjóstið. Við þurfum að geta gripið inn fyrr. Þetta er stórkostlegt hagsmunamál kvenna, en ekki síður karla. Þetta er hvorki spurning um kyn eða skálastærð. Orsökin er í erfðavísum og þar þurfum við að leggja í grunnrannsóknir. Þær munu ekki aðeins skipta máli fyrir brjóstakrabbamein, heldur öll önnur krabbamein.Rannsóknir eru framtíðin Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar mun standa á traustum grunni rannsóknarstofunnar.Á komandi ári mun Blái naglinn standa fyrir stofnun samfélagssjóðs til stuðnings rannsóknum á krabbameini. Sjóðurinn verður formlega stofnaður 27. mars 2017. Leitað verður eftir framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum í þessu skyni. Öll framlög til rannsóknarsjóðsins munu renna óskipt til rannsókna, en Blái naglinn hyggst standa undir öðrum kostnaði við rekstur.Tökum höndum saman Þunginn í heilbrigðiskerfinu þarf að færast frá spítalanum og inn á heilsugæsluna. Innviðirnir eru fyrir hendi, en forsendurnar fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar eru tvær. Við þurfum rannsóknir, rannsóknir og aftur rannsóknir. Þannig munum við öðlast betri skilning á sjúkdómum og geta komið í veg fyrir þá áður en við verðum veik. Hin forsendan er reglubundin athugun á heilsunni; bætt vitund okkar hvers og eins fyrir eigin heilsu. Þetta er lykilinn að heilsuhraustu samfélagi. Lykillinn að blómlegri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Heilsugæslan á Mars Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónustan á að vera fyrir alla og vera gjaldfrjáls. En hún er kostnaðarsöm. Getum við bætt heilsu okkarhvers og eins, heilbrigðisþjónustuna, og dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins um leið? Svarið er já! Hvernig förum við að? Við þurfum að finna og komast fyrir sjúkdóma áður en þeir verða að alvarlegum veikindum. Til þess þurfum við virka heilsugæslu sem kallar okkur reglulega í skoðun. Grunnurinn er fólginn í rannsóknum, rannsóknum og aftur rannsóknum. Við leggjum ekki vegspotta án þes að kanna ofan í kjölinn landið framundan, veður og vinda, umhverfisáhrif, fornleifar og ótrúlega margt annað. Við leitum að hagkvæmustu og greiðfærustu leiðinni og reynum að hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Við þurfum að hugsa heilbrigðiskerfið með sama hætti. Og bretta upp ermar.Ný kynslóð Hundruð Íslendinga falla í valinn á hverju ári vegna algengra krabbameina, til dæmis í brjóstum, ristli, lungum og endaþarmi og sortuæxlum. Gleymum ekki öllum þeim sem ná að sigrast á slíkum meinum. Og heldur ekki þeim gríðarlega líkamlega og andlega sársauka sem svona veikindi valda fólki og fjölskyldum þeirra. Ný kynslóð grunnrannsóknartækja getur greint þessi krabbamein sem áður voru nefnd mun fyrr en núna er mögulegt. Blái naglinn vill stíga mikilvæg skref í áttina til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu með því að leggja til þrjú ný tæki í þessu skyni. Kostnaður við kaup á tækjunum nemur 73 milljónum króna. Enn vantar 55 milljónir upp á. Vonandi munu fyrirtæki og einstaklingar leggja framtakinu lið.Sjúkratryggingar Íslands með í liðið Verkefnin eru fleiri. Fjögur þúsund Íslendingar hafa árlega fengið í fimmtugsafmælisgjöf frá Bláa naglanum heimapróf til að skima fyrir vísbendingum um ristilkrabba. Samhliða því hafa ristilspeglanir þrefaldast á fáum árum og eru nú um tíu þúsund á hverju ári. En hvað verður um þá mikilvægu þekkingu sem verður til við þessar speglarnir? Er hún að rykfalla í tölvum hér og þar um bæinn? Við þurfum að nýta þessa þekkingu, fylgja þessum rannsóknum eftir. Mikilvægur liður í því er að koma á fót gæðaskráningarkerfi fyrir ristilspeglanir. Í þessum efnum skiptir miklu máli að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í gerð gæðaskráningakerfisins sem mun verða til þess að bæta lífslíkur eða jafnvel fyrirbyggja alvarleg veikindi fjölda Íslendinga. Blái naglinn hefur óskað eftir því að Sjúkratryggingar leggi til fjármagn til verkefnisins næstu þrjú árin. Við erum að tala um brotabrot af útgjöldum Sjúkratrygginga Íslands, en samfélagslegur ávinningur margfaldur. Fjárfestingin mun sömuleiðis nýtast öðrum stofnunum á borð við Krabbameinsskrá, Landlækni og fleiri.Stærðin skiptir ekki máli Á hverjum áratug deyja hundruð kvenna úr brjóstakrabbameini, og það kann að koma á óvart, upp undir tíu karlmenn líka. Karlmenn fá nefnilega líka brjóstakrabbamein. Við leggjum mikið á okkur til þess að finna brjóstakrabbamein. Enn sem komið er virðast aðferðirnar aðeins bjóða upp á að koma auga á meinið þegar það er komið í brjóstið. Við þurfum að geta gripið inn fyrr. Þetta er stórkostlegt hagsmunamál kvenna, en ekki síður karla. Þetta er hvorki spurning um kyn eða skálastærð. Orsökin er í erfðavísum og þar þurfum við að leggja í grunnrannsóknir. Þær munu ekki aðeins skipta máli fyrir brjóstakrabbamein, heldur öll önnur krabbamein.Rannsóknir eru framtíðin Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar mun standa á traustum grunni rannsóknarstofunnar.Á komandi ári mun Blái naglinn standa fyrir stofnun samfélagssjóðs til stuðnings rannsóknum á krabbameini. Sjóðurinn verður formlega stofnaður 27. mars 2017. Leitað verður eftir framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum í þessu skyni. Öll framlög til rannsóknarsjóðsins munu renna óskipt til rannsókna, en Blái naglinn hyggst standa undir öðrum kostnaði við rekstur.Tökum höndum saman Þunginn í heilbrigðiskerfinu þarf að færast frá spítalanum og inn á heilsugæsluna. Innviðirnir eru fyrir hendi, en forsendurnar fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar eru tvær. Við þurfum rannsóknir, rannsóknir og aftur rannsóknir. Þannig munum við öðlast betri skilning á sjúkdómum og geta komið í veg fyrir þá áður en við verðum veik. Hin forsendan er reglubundin athugun á heilsunni; bætt vitund okkar hvers og eins fyrir eigin heilsu. Þetta er lykilinn að heilsuhraustu samfélagi. Lykillinn að blómlegri framtíð.
Heilsugæslan á Mars Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. 13. desember 2016 07:00
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar