Samræmd könnunarpróf í rafrænu formi - lykiláfangi í nútímavæðingu skólakerfisins Gylfi Jón Gylfason skrifar 20. september 2016 00:00 Fyrstu rafrænu prófin í íslensku og stærðfræði verða lög fyrir 4. og 7. bekk grunnskólans síðar í þessum mánuði. Þau marka fyrstu skrefin í viðamikilli innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænum búningi sem er lykiláfangi í nútímavæðingu skólakerfisins hérlendis. Í desember 2015 fékk Menntamálastofnun þau tilmæli frá mennta- og menningarmálaráðuneyti að formlega skyldi hefja undirbúning að innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænu formi, bæði í 4. og 7. bekk og á unglingastigi. Þetta viðamikla verkefni útheimtir langatímasýn allra aðila skólakerfisins. Fullklárað mun það skila sér í bættri þjónustu við nemendur og kennara, til að mynda með skjótari og skilvirkari einkunnagjöf, nákvæmara mati á getu hvers nemanda, sem hlýst af einstaklingsmiðuðum prófum, og auknum sveigjanleika þegar kemur að fyrirlögn.Verkefni til þriggja ára Menntamálastofnun hóf undirbúning verkefnisins strax í ársbyrjun 2016 með skipan teymis sem mun í samráði við hagsmunaaðila vinna ötullega að innleiðingunni næstu árin en áætlað er að það taki þrjú ár. Í fyrsta áfanga, sem nú er að hefjast, hafa hefðbundin próf verið færð yfir í rafrænt umhverfi og þau stytt. Stafsetningarhluti samræmdra könnunarprófa er færður yfir í Lesferil en það eru stöðupróf sem eru þróuð hjá læsisteymi Menntamálastofnunar. Stafsetning mun samt ennþá vera prófuð upp að vissu marki sem hluti af ritunarþætti samræmdra könnunarprófa. Í næstu áföngum á að hanna frekar prófatriði sem nýta kosti rafrænna prófa og tengja þau við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Árið 2018 er ráðgert að síðasti áfangi innleiðingarinnar taki gildi þegar samræmd könnunarpróf verða gerð einstaklingsmiðuð. Verður þá horfið alfarið frá hinum hefðbundnu línulegu prófum og tekin upp próf sem laga sig að getu nemandans en slík yfirfærsla er aðeins möguleg á rafrænu formi.Góður og skilvirkur undirbúningur Undirbúningsvinna Menntamálastofnunar, með góðu og gjöfulu samstarfi skólasamfélagsins alls, hefur skilað mjög góðum árangri á skömmum tíma. Tækjakönnun sem Menntamálastofnun sendi út síðasta vetur, æfingafyrirlagnir í vor og athugasemdir skóla í kjölfar þeirra, ásamt ábendingum kennara og skólastjóra á kynningarfundum, hafa leitt til margvíslegra úrbóta en markmiðið er að gera fyrirlagnirnar og þær breytingar sem þeim fylgja sem auðveldastar fyrir alla skóla. Liður í þeirra viðleitni er að bjóða skólum upp á tvær fyrirlagnarlotur í hverjum árgangi til þess að hægt sé að nýta tækjabúnað skólanna sem best.Æfingapróf aðgengileg á vefnum Jafnframt hefur verið tekið í notkun nýtt vefsvæði samræmdra könnunarprófa á heimasíðu Menntamálastofnunar. Þar gefst kennurum, nemendum og foreldrum kostur á að nálgast allar upplýsingar er snúa að undirbúningi og framkvæmd samræmdra könnunarprófa á rafrænu prófi. Þar má meðal annars finna æfingapróf sem hugsuð eru til þess að nemendur, foreldrar og kennarar geti glöggvað sig á viðmóti prófakerfisins sem og innskráningu. Þá hefur einnig verið sett upp Facebook síða rafrænna samræmdra könnunarprófa sem er mikilvægur upplýsinga- og samræðuvettvangur kennara um rafræn samræmd könnunarpróf. Skólasamfélagið þarf tíma til að venjast nýjungum og höfum í huga að langtímamarkmið innleiðingarinnar eru einstaklingsmiðuð rafræn próf. Fyrirlagnirnar í haust eru í sinni einföldustu mynd aðeins eitt skref á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu rafrænu prófin í íslensku og stærðfræði verða lög fyrir 4. og 7. bekk grunnskólans síðar í þessum mánuði. Þau marka fyrstu skrefin í viðamikilli innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænum búningi sem er lykiláfangi í nútímavæðingu skólakerfisins hérlendis. Í desember 2015 fékk Menntamálastofnun þau tilmæli frá mennta- og menningarmálaráðuneyti að formlega skyldi hefja undirbúning að innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænu formi, bæði í 4. og 7. bekk og á unglingastigi. Þetta viðamikla verkefni útheimtir langatímasýn allra aðila skólakerfisins. Fullklárað mun það skila sér í bættri þjónustu við nemendur og kennara, til að mynda með skjótari og skilvirkari einkunnagjöf, nákvæmara mati á getu hvers nemanda, sem hlýst af einstaklingsmiðuðum prófum, og auknum sveigjanleika þegar kemur að fyrirlögn.Verkefni til þriggja ára Menntamálastofnun hóf undirbúning verkefnisins strax í ársbyrjun 2016 með skipan teymis sem mun í samráði við hagsmunaaðila vinna ötullega að innleiðingunni næstu árin en áætlað er að það taki þrjú ár. Í fyrsta áfanga, sem nú er að hefjast, hafa hefðbundin próf verið færð yfir í rafrænt umhverfi og þau stytt. Stafsetningarhluti samræmdra könnunarprófa er færður yfir í Lesferil en það eru stöðupróf sem eru þróuð hjá læsisteymi Menntamálastofnunar. Stafsetning mun samt ennþá vera prófuð upp að vissu marki sem hluti af ritunarþætti samræmdra könnunarprófa. Í næstu áföngum á að hanna frekar prófatriði sem nýta kosti rafrænna prófa og tengja þau við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Árið 2018 er ráðgert að síðasti áfangi innleiðingarinnar taki gildi þegar samræmd könnunarpróf verða gerð einstaklingsmiðuð. Verður þá horfið alfarið frá hinum hefðbundnu línulegu prófum og tekin upp próf sem laga sig að getu nemandans en slík yfirfærsla er aðeins möguleg á rafrænu formi.Góður og skilvirkur undirbúningur Undirbúningsvinna Menntamálastofnunar, með góðu og gjöfulu samstarfi skólasamfélagsins alls, hefur skilað mjög góðum árangri á skömmum tíma. Tækjakönnun sem Menntamálastofnun sendi út síðasta vetur, æfingafyrirlagnir í vor og athugasemdir skóla í kjölfar þeirra, ásamt ábendingum kennara og skólastjóra á kynningarfundum, hafa leitt til margvíslegra úrbóta en markmiðið er að gera fyrirlagnirnar og þær breytingar sem þeim fylgja sem auðveldastar fyrir alla skóla. Liður í þeirra viðleitni er að bjóða skólum upp á tvær fyrirlagnarlotur í hverjum árgangi til þess að hægt sé að nýta tækjabúnað skólanna sem best.Æfingapróf aðgengileg á vefnum Jafnframt hefur verið tekið í notkun nýtt vefsvæði samræmdra könnunarprófa á heimasíðu Menntamálastofnunar. Þar gefst kennurum, nemendum og foreldrum kostur á að nálgast allar upplýsingar er snúa að undirbúningi og framkvæmd samræmdra könnunarprófa á rafrænu prófi. Þar má meðal annars finna æfingapróf sem hugsuð eru til þess að nemendur, foreldrar og kennarar geti glöggvað sig á viðmóti prófakerfisins sem og innskráningu. Þá hefur einnig verið sett upp Facebook síða rafrænna samræmdra könnunarprófa sem er mikilvægur upplýsinga- og samræðuvettvangur kennara um rafræn samræmd könnunarpróf. Skólasamfélagið þarf tíma til að venjast nýjungum og höfum í huga að langtímamarkmið innleiðingarinnar eru einstaklingsmiðuð rafræn próf. Fyrirlagnirnar í haust eru í sinni einföldustu mynd aðeins eitt skref á þeirri vegferð.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar