Guð greiðir ekki fasteignaskatt Guðmundur Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fasteigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðargjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð allnokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elliheimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoðunarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rökstuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undanþága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í daglegu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trúfélög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfélagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 milljónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfellingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðarhúsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðuhæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir forréttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingarsjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Siðmennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fasteigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðargjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð allnokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elliheimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoðunarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rökstuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undanþága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í daglegu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trúfélög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfélagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 milljónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfellingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðarhúsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðuhæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir forréttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingarsjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Siðmennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun