Guð greiðir ekki fasteignaskatt Guðmundur Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fasteigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðargjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð allnokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elliheimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoðunarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rökstuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undanþága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í daglegu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trúfélög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfélagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 milljónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfellingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðarhúsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðuhæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir forréttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingarsjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Siðmennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fasteigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðargjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð allnokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elliheimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoðunarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rökstuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undanþága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í daglegu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trúfélög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfélagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 milljónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfellingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðarhúsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðuhæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir forréttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingarsjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Siðmennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar