Vald félagsráðgjafans Haukur Hauksson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félagsmál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að uppfylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mismunað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkomandi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niðurlægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkomandi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjárhæð í sérstökum undantekningatilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis?…“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karlmenn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna miklum meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8.??reglu. Hún býður líka upp á geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkomandi einstaklingur borgað föstudaginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félagskerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósanngjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu einstaklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félagsmál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að uppfylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mismunað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkomandi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niðurlægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkomandi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjárhæð í sérstökum undantekningatilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis?…“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karlmenn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna miklum meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8.??reglu. Hún býður líka upp á geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkomandi einstaklingur borgað föstudaginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félagskerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósanngjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu einstaklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar