Hvert skal leita í veikindum Helga María Guðmundsdóttir skrifar 30. maí 2016 06:00 Þegar almenn veikindi eða slys koma upp, þá er það ekki einungis sjúkdómsástndið eða áverkinn sem er vandamálið, heldur vaknar upp spurningin um hvert á að leita. Heilbrigðiskerfið okkar hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en ekki eru allir sem vita hvert skal fara þegar brestir verða á heilsunni. Ef veikindi hafa átt sér stað í nokkra daga jafnvel vikur og einkenni fara versnandi er ráðlagt að leita til heilsugæslu. Í raun má hugsa það þannig að ef heimsókn til heilbrigðisþjónustu má bíða til næsta dags skal leita til heilsugæslu. Það er jafnframt ódýrasta leiðin til að komast undir læknishendur. Þar er almennt komugjald 1.200 kr, en einnig er opin síðdegisvakt eftir kl. 16 þar sem fólk mætir án tímabókunar og er komugjaldið þá 3.100 kr. Á heilsugæslum er einnig í boði hjúkrunarvakt og er öllum sinnt sem mæta. Ef heilsubrestir krefjast sérfræðiþekkingar, getur heilsugæslulæknir gefið tilvísun á sérfræðilæknaþjónustu. Einnig er hægt að hafa beint samband á stofu sérfræðilækna og panta tíma. Sem dæmi má nefna húðlækna, ef útbrot hafa átt sér stað í langan tíma eða fara versnandi má hringja beint á stofu húðlæknis og panta tíma. Þar er þjónustan sérhæfðari en yfirleitt dýrari. Komugjald hjá sérfræðilækni er almennt 5.700 kr. en það er misjafnt eftir læknisþjónustu. Upplýsingar um verðskrá má finna á vefsíðum viðkomandi læknisþjónustu eða með því má hringa á viðkomandi stofu. Bið eftir tíma hjá sérfræðilækni getur verið breytileg. Ef veikindi koma upp um helgi, á frídögum eða eftir að heilsugæslu lokar er Læknavaktin næsti áfangastaður. Hún er opin frá kl 17 – 23:30 á virkum dögum og almennt milli 9 – 23:30 á frídögum og um helgar. Þar kostar koman almennt 3.100 kr. Einnig er hægt að biðja um vitjun læknis frá heilsugæslu eða Læknavakt en það kostar 3.400 kr. á dagvinnutíma en 4.500 kr. eftir kl. 16 á vikrum dögum og um helgar. Ef um bráð og alvarleg veikindi eða slys er um að ræða, á að leita til slysa- og bráðamóttökunnar. Þar er almennt komugjald er 6.200 kr. en endurkomugjald er 3.400 kr. Tekið skal fram að aðeins er verið að benda á verðskrá komugjalds. Greitt er aukalega fyrir þær rannsóknir sem framkvæmdar eru. Sem dæmi þarf að greiða fyrir hvert sýni sem sent er til rannsóknar á rannsóknarstofu, en almennt gjald er 2.500 kr. Einnig er einungis verið að benda á verð sjúkratryggðra einstaklinga 18 – 66 ára, börn og eldriborgarar greiða minna fyrir þjónustu en ósjúkratryggðir borga hærra gjald sem fer eftir reglugerð um heilbrigðisþjónustu sem velferðarráðuneytið gefur út. Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 – 66 ára hefur greitt 35.200 kr á sama almanaksári vegna komu á heilsugæslu eða til heimilislæknis, vitjana lækna eða komu á slysa- og bráðamóttöku á hann rétt á afsláttarskírteini sem Sjúkratryggingar Íslands afhenda.Heimildirhttps://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1088-2014https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/19907 Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar almenn veikindi eða slys koma upp, þá er það ekki einungis sjúkdómsástndið eða áverkinn sem er vandamálið, heldur vaknar upp spurningin um hvert á að leita. Heilbrigðiskerfið okkar hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en ekki eru allir sem vita hvert skal fara þegar brestir verða á heilsunni. Ef veikindi hafa átt sér stað í nokkra daga jafnvel vikur og einkenni fara versnandi er ráðlagt að leita til heilsugæslu. Í raun má hugsa það þannig að ef heimsókn til heilbrigðisþjónustu má bíða til næsta dags skal leita til heilsugæslu. Það er jafnframt ódýrasta leiðin til að komast undir læknishendur. Þar er almennt komugjald 1.200 kr, en einnig er opin síðdegisvakt eftir kl. 16 þar sem fólk mætir án tímabókunar og er komugjaldið þá 3.100 kr. Á heilsugæslum er einnig í boði hjúkrunarvakt og er öllum sinnt sem mæta. Ef heilsubrestir krefjast sérfræðiþekkingar, getur heilsugæslulæknir gefið tilvísun á sérfræðilæknaþjónustu. Einnig er hægt að hafa beint samband á stofu sérfræðilækna og panta tíma. Sem dæmi má nefna húðlækna, ef útbrot hafa átt sér stað í langan tíma eða fara versnandi má hringja beint á stofu húðlæknis og panta tíma. Þar er þjónustan sérhæfðari en yfirleitt dýrari. Komugjald hjá sérfræðilækni er almennt 5.700 kr. en það er misjafnt eftir læknisþjónustu. Upplýsingar um verðskrá má finna á vefsíðum viðkomandi læknisþjónustu eða með því má hringa á viðkomandi stofu. Bið eftir tíma hjá sérfræðilækni getur verið breytileg. Ef veikindi koma upp um helgi, á frídögum eða eftir að heilsugæslu lokar er Læknavaktin næsti áfangastaður. Hún er opin frá kl 17 – 23:30 á virkum dögum og almennt milli 9 – 23:30 á frídögum og um helgar. Þar kostar koman almennt 3.100 kr. Einnig er hægt að biðja um vitjun læknis frá heilsugæslu eða Læknavakt en það kostar 3.400 kr. á dagvinnutíma en 4.500 kr. eftir kl. 16 á vikrum dögum og um helgar. Ef um bráð og alvarleg veikindi eða slys er um að ræða, á að leita til slysa- og bráðamóttökunnar. Þar er almennt komugjald er 6.200 kr. en endurkomugjald er 3.400 kr. Tekið skal fram að aðeins er verið að benda á verðskrá komugjalds. Greitt er aukalega fyrir þær rannsóknir sem framkvæmdar eru. Sem dæmi þarf að greiða fyrir hvert sýni sem sent er til rannsóknar á rannsóknarstofu, en almennt gjald er 2.500 kr. Einnig er einungis verið að benda á verð sjúkratryggðra einstaklinga 18 – 66 ára, börn og eldriborgarar greiða minna fyrir þjónustu en ósjúkratryggðir borga hærra gjald sem fer eftir reglugerð um heilbrigðisþjónustu sem velferðarráðuneytið gefur út. Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 – 66 ára hefur greitt 35.200 kr á sama almanaksári vegna komu á heilsugæslu eða til heimilislæknis, vitjana lækna eða komu á slysa- og bráðamóttöku á hann rétt á afsláttarskírteini sem Sjúkratryggingar Íslands afhenda.Heimildirhttps://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1088-2014https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/19907 Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar