Steypan stenst Lýður Árnason og Þórður Már Jónsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skrifaði grein í Fréttablaðið þann 19. maí undir heitinu „Steypa leiðrétt“. Greinin er skrifuð til höfuðs grein undirritaðra frá 20. apríl síðastliðnum sem heitir „Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar“. Þorbjörn heldur því fram, að fullyrðingar greinarhöfunda um að Íslendingar hafi keypt kröfur í slitabú föllnu bankanna á eftirmarkaði og notað til þess fé úr skattaskjólum séu rangar. Þorbjörn segir að kröfuskrár fyrir alla bankana liggi fyrir og að samkvæmt ítarlegri greiningu Seðlabankans séu útlendingar raunverulegir eigendur um 95% allra krafna í slitabúin. Þetta segir Þorbjörn vera staðreynd en allt annað sé steypa. Staðreyndin er sú að Seðlabankinn telur að 95% af kröfuhöfum bankanna séu erlendir aðilar og 5% innlendir. Bankinn hefur upplýst að mögulegt sé að innlendir aðilar séu í einhverjum mæli á bak við erlendu aðilana en það sé þó ekki þekkt. En hvaða huldumenn standa svo að baki þessum erlendu aðilum? Samkvæmt reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem bankinn fylgir, ræður skráð heimilisfang þjóðerni hvers félags. Því má spyrja: Telst Wintris erlent eða íslenskt félag skv. skilgreiningu Seðlabankans? Sé svarið erlent er augljóst að stór hluti kröfuhafa er íslenskur. Ef ekki hins vegar er komin upp grafalvarleg staða því þá hefur Seðlabankinn legið á sömu upplýsingum og Panamaskjölin hafa nú afhjúpað. Skorum hér með á Seðlabankann að upplýsa hvernig þessu er háttað. Nöfn um 600 Íslendinga koma fyrir í Panama-skjölunum einum og ljóst að hundruð ef ekki þúsundir félaga í skattaskjólum eru í eigu Íslendinga. Samkvæmt mati Þorbjarnar hafa þeir allir tilkynnt Seðlabankanum í heiðarleika sínum hverjir þeir eru. Trúi því hver sem vill. Í grein sinni klykkir Þorbjörn út með því að segja að það sé ábyrgðarhluti að kynna rugl sem staðreyndir. Enn fremur gerir hann þá kröfu til menntaðs fólks að það kynni sér málin áður en það ryðst fram á ritvöllinn. Varðandi ábyrgðina hefði nú verið gott ef forsetinn og Hrunráðherrarnir allir hefðu lagt saman tvo og tvo og varað þjóðina við ÁÐUR en steypan harðnaði en ekki loka augunum fyrir hinu augljósa uns allt varð um seinan. Varðandi kröfu Þorbjarnar um menntun og kynningu erum við henni sammála og teljum jafnvel að hún ætti að gilda fyrir ómenntaða líka, hverjir svo sem það eru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skrifaði grein í Fréttablaðið þann 19. maí undir heitinu „Steypa leiðrétt“. Greinin er skrifuð til höfuðs grein undirritaðra frá 20. apríl síðastliðnum sem heitir „Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar“. Þorbjörn heldur því fram, að fullyrðingar greinarhöfunda um að Íslendingar hafi keypt kröfur í slitabú föllnu bankanna á eftirmarkaði og notað til þess fé úr skattaskjólum séu rangar. Þorbjörn segir að kröfuskrár fyrir alla bankana liggi fyrir og að samkvæmt ítarlegri greiningu Seðlabankans séu útlendingar raunverulegir eigendur um 95% allra krafna í slitabúin. Þetta segir Þorbjörn vera staðreynd en allt annað sé steypa. Staðreyndin er sú að Seðlabankinn telur að 95% af kröfuhöfum bankanna séu erlendir aðilar og 5% innlendir. Bankinn hefur upplýst að mögulegt sé að innlendir aðilar séu í einhverjum mæli á bak við erlendu aðilana en það sé þó ekki þekkt. En hvaða huldumenn standa svo að baki þessum erlendu aðilum? Samkvæmt reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem bankinn fylgir, ræður skráð heimilisfang þjóðerni hvers félags. Því má spyrja: Telst Wintris erlent eða íslenskt félag skv. skilgreiningu Seðlabankans? Sé svarið erlent er augljóst að stór hluti kröfuhafa er íslenskur. Ef ekki hins vegar er komin upp grafalvarleg staða því þá hefur Seðlabankinn legið á sömu upplýsingum og Panamaskjölin hafa nú afhjúpað. Skorum hér með á Seðlabankann að upplýsa hvernig þessu er háttað. Nöfn um 600 Íslendinga koma fyrir í Panama-skjölunum einum og ljóst að hundruð ef ekki þúsundir félaga í skattaskjólum eru í eigu Íslendinga. Samkvæmt mati Þorbjarnar hafa þeir allir tilkynnt Seðlabankanum í heiðarleika sínum hverjir þeir eru. Trúi því hver sem vill. Í grein sinni klykkir Þorbjörn út með því að segja að það sé ábyrgðarhluti að kynna rugl sem staðreyndir. Enn fremur gerir hann þá kröfu til menntaðs fólks að það kynni sér málin áður en það ryðst fram á ritvöllinn. Varðandi ábyrgðina hefði nú verið gott ef forsetinn og Hrunráðherrarnir allir hefðu lagt saman tvo og tvo og varað þjóðina við ÁÐUR en steypan harðnaði en ekki loka augunum fyrir hinu augljósa uns allt varð um seinan. Varðandi kröfu Þorbjarnar um menntun og kynningu erum við henni sammála og teljum jafnvel að hún ætti að gilda fyrir ómenntaða líka, hverjir svo sem það eru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar