Landlæknir segir ekki æskilegt að bjóða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2016 22:15 Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira