Hælisumsóknir er varða börn – áskorun til alþingismanna Prestar Þjóðkirkjunnar skrifar 8. júní 2016 07:00 Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar