Okkar Kópavogur – Kársnesið Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2016 11:33 Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun