Ólafía komst í gegnum fyrstu tvö stig úrtökumótanna og keppir nú ásamt 156 öðrum kylfingum um 20 laus sæti á sterkustu atvinnumannamótaröð heims.
Ólafía fór rólega af stað í dag og var með fjóra skolla á fyrstu sjö holunum. Eftir fyrstu níu holurnar var hún á þremur höggum yfir pari.
Ólafía náði sér betur á strik á seinni níu holunum og lék þær á samtals 35 höggum, eða á einu höggi undir pari. Hún fékk fugl á 11. holu og svo par á síðustu sjö holunum.
Ólafía lék í heildina á tveimur höggum yfir pari og er sem stendur í 55. sæti.