Verðlækkun ógnar strandveiðum Vigfús Ásbjörnsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Strandveiðar hafa fest sig í sessi sem útgerðarmynstur innan laga um stjórn fiskveiða. Þær hófust í júní 2009 og voru lögfestar í maí 2010. Alls eru strandveiðitímabilin því orðin átta talsins – veiðarnar stundaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. 664 bátar stunduðu strandveiðar á sl. sumri. Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur barist fyrir auknu frelsi til strandveiða. Reglur um veiðarnar verði óbreyttar að því undanskildu að ekki komi til stöðvunar í byrjun eða um miðjan mánuð eins og kerfið er nú uppbyggt. Viðmiðun mánaðarins leyfir aðeins að róið sé í örfáa daga. Breytt strandveiðileyfi eins og LS gerir kröfu um mundi gefa viðkomandi heimild til að róa 4 daga í viku alla fjóra mánuðina. Tillögur LS fengu góðan hljómgrunn í aðdraganda alþingiskosninganna þann 29. október sl. Margvíslegum þáttum þeim til rökstuðnings var velt upp, eins og:strandveiðar skapa meiri sátt um stjórn fiskveiða,strandveiðar brúa minnkandi framboð sem gjarnan verður yfir sumarið á ferskum fiski,strandveiðar gefa ungum aðilum tækifæri á að spreyta sig sem sjómenn og skipstjórar,strandveiðar efla mannlíf hinna dreifðu byggða,strandveiðar gefa jákvæða sýn á sjávarútveginn þegar þær gæða hafnir landsins lífi. Óveðursský hafa hrannast upp að undanförnu varðandi verðmæti sjávarafurða. Einkum er það sterk króna sem veldur mönnum áhyggjum, en ekki hefur tekist að hækka fiskverð í takt við fall á gjaldmiðlum þeirra þjóða sem selt er til gagnvart krónu. Samhliða þessum þætti hefur kostnaður aukist og því fyrirsjáanlegt að tekjur strandveiðimanna dragast saman ef ekkert verður að gert. Ef svo ólíklega vill til að strandveiðikerfið verði óbreytt er hægt að reikna með að aflaverðmæti lækki um 30% milli ára. Það þýðir í raun að útgerð, miðað við óbreytt strandveiðikerfi, getur engan veginn staðið undir sér þó miðað sé við aflahæstu báta á hverju svæði, sem er þó aðeins brot af heildinni. Áhyggjur strandveiðimanna eru því skiljanlegar og því brýnt að ný ríkisstjórn láti málið til sín taka og verði við kröfum LS. Smábátaeigendur þurfa nú sem aldrei fyrr að herða róðurinn fyrir bættum rekstrarskilyrðum. Þar eru ekki aðeins strandveiðarnar undir, útgerð allra smábáta glímir við aðsteðjandi vanda sem stjórnvöld verða að koma að. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa fest sig í sessi sem útgerðarmynstur innan laga um stjórn fiskveiða. Þær hófust í júní 2009 og voru lögfestar í maí 2010. Alls eru strandveiðitímabilin því orðin átta talsins – veiðarnar stundaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. 664 bátar stunduðu strandveiðar á sl. sumri. Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur barist fyrir auknu frelsi til strandveiða. Reglur um veiðarnar verði óbreyttar að því undanskildu að ekki komi til stöðvunar í byrjun eða um miðjan mánuð eins og kerfið er nú uppbyggt. Viðmiðun mánaðarins leyfir aðeins að róið sé í örfáa daga. Breytt strandveiðileyfi eins og LS gerir kröfu um mundi gefa viðkomandi heimild til að róa 4 daga í viku alla fjóra mánuðina. Tillögur LS fengu góðan hljómgrunn í aðdraganda alþingiskosninganna þann 29. október sl. Margvíslegum þáttum þeim til rökstuðnings var velt upp, eins og:strandveiðar skapa meiri sátt um stjórn fiskveiða,strandveiðar brúa minnkandi framboð sem gjarnan verður yfir sumarið á ferskum fiski,strandveiðar gefa ungum aðilum tækifæri á að spreyta sig sem sjómenn og skipstjórar,strandveiðar efla mannlíf hinna dreifðu byggða,strandveiðar gefa jákvæða sýn á sjávarútveginn þegar þær gæða hafnir landsins lífi. Óveðursský hafa hrannast upp að undanförnu varðandi verðmæti sjávarafurða. Einkum er það sterk króna sem veldur mönnum áhyggjum, en ekki hefur tekist að hækka fiskverð í takt við fall á gjaldmiðlum þeirra þjóða sem selt er til gagnvart krónu. Samhliða þessum þætti hefur kostnaður aukist og því fyrirsjáanlegt að tekjur strandveiðimanna dragast saman ef ekkert verður að gert. Ef svo ólíklega vill til að strandveiðikerfið verði óbreytt er hægt að reikna með að aflaverðmæti lækki um 30% milli ára. Það þýðir í raun að útgerð, miðað við óbreytt strandveiðikerfi, getur engan veginn staðið undir sér þó miðað sé við aflahæstu báta á hverju svæði, sem er þó aðeins brot af heildinni. Áhyggjur strandveiðimanna eru því skiljanlegar og því brýnt að ný ríkisstjórn láti málið til sín taka og verði við kröfum LS. Smábátaeigendur þurfa nú sem aldrei fyrr að herða róðurinn fyrir bættum rekstrarskilyrðum. Þar eru ekki aðeins strandveiðarnar undir, útgerð allra smábáta glímir við aðsteðjandi vanda sem stjórnvöld verða að koma að. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun