Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 09:26 Hlutabréfaverð í mörgum bílafyrirtækjum hafa hríðfallið í kjölfar Brexit. Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%). Brexit Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent
Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%).
Brexit Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent