Skoðun

Kópavogsdalur

Ása Richardsdóttir, Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal og Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifa

Fyrir liggur ósk og tillaga aðstandanda Tennishallarinnar í Kópavogsdal um að stækka húsnæði sitt til austurs um 2.100 fermetra. Þessu hafnaði Skipulagsnefnd Kópavogs og samþykkti bókun þess efnis að ekkert yrði byggt frekar í Kópavogsdal fyrr en búið væri að deiluskipuleggja dalinn að nýju.



Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs bókaði einnig á þá veru en þrátt fyrir það var tillögunni vísað í auglýsingu þann 13. okt s.l. af Bæjarstjórn Kópavogs.



Undirrituð telja að áður en ný mannvirki eru leyfð í Kópavogsdal, þurfi að endurskoða deiliskipulag dalsins og vinna skýra framtíðarsýn um Kópavogsdal sem er í þágu allra bæjarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um opin græn svæði bæjarins, ekki síst svæði sem eru nálægt miðkjarna líkt og Smárinn er. Þróunarmöguleikar Smárans og Kópavogsdalsins eru gríðarlegir og skiptir öllu máli að vanda vel til verksins.



Við viljum hvetja Kópavogsbúa og allt annað áhugafólk um Kópavogsdalinn að kynna sér auglýsta tillögu um breytt deiliskipulag. Hana er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar undir flipanum „þjónusta – umhverfi og skipulag - skipulagmál – skipulag í kynningu“. 



Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út kl 15.00 þann 11. janúar næstkomandi.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×