Búfjársamningar og sjálfbær landnýting Ólafur Arnalds skrifar 5. janúar 2016 07:00 Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun