Búfjársamningar og sjálfbær landnýting Ólafur Arnalds skrifar 5. janúar 2016 07:00 Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun