Innlent

Dæmdur fyrir að beita systur sína ofbeldi

Atli Ísleifsson skrifar
Í dómnum segir að fresta skuli fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi maðurinn almennt skilorð.
Í dómnum segir að fresta skuli fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi maðurinn almennt skilorð. Vísir/Hari
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að systur sinni í húsi árið 2014.

Í ákæru kom fram að maðurinn hafi ýtt við systur sinni og slegið hnefahögg í andlitið þannig að hún féll við á gólfið og þar sem hún lá sparkað ítrekað í líkama hennar. Konan hlaut mar í andliti, á hné og rasskinn. Sækjandi féll þó frá því atriði í ákæru að maðurinn hefði slegið systur sína hnefahögg í andlitið.

Í dómnum segir að fresta skuli fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi maðurinn almennt skilorð.

Maðurinn játaði skýlaust brot sitt, en hann hefur ekki áður sætt refsingum. Samkvæmt læknisvottorðum kemur fram að maðurinn sé með þroskaskerðingu og hafi verið undir miklu álagi vegna fjölskyldumála og hafi árásin samtvinnaðist því.

Ákærða var gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og annan sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×