Andi þjóðminjavörslu Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 30. mars 2016 00:00 Nýverið lagði forsætisráðherra fram frumvarp á Alþingi þess efnis að sameina ætti tvær stofnanir á sviði þjóðminjavörslu, Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands. Nýja stofnunin á að bera heitið Þjóðminjastofnun. Þjóðminjavörður hefur stigið fram sem talsmaður breytinganna, en forstöðumaður Minjastofnunar hefur gagnrýnt hugmyndina. Tveir aðilar sem þekkja til málaflokksins hafa skrifað opinberlega greinar þar sem þeir lýsa vantrú sinni á tillögurnar. Fagfélög sem standa að sérsviðum þessara tveggja stofnana hafa lýst yfir efasemdum um sameininguna og árangurinn af henni. Svo undarlega vill til að forsætisráðherra, þjóðminjavörður og forstöðumaður Minjastofnunar hafa þagað þunnu hljóði í kjölfar gagnrýninnar. Og það sem meira er – komist upp með það. Enginn fjölmiðill hefur gert tilraun til þess að rýna í tillögurnar á grundvelli gagnrýni eða yfirlýsinga. Segja má að þetta sé andi þjóðminjavörslu í landinu á þessum tímapunkti, ofríki og sinnuleysi. En af hverju ofríki? Hvað er það sem gefur tilefni til þess að grípa til svo sterks orðs? Tillögur forsætisráðherra og fylgismanna hans vinna gegn því starfi sem ríkisstjórnir síðastliðinna tuttugu ára hafa verið að gera. En lagabreytingar og stofnanagerð hafa verið tilraunir til þess að treysta lýðræðisleg vinnubrögð og styrkja faglegar umfjallanir um málaflokka á sviði þjóðminjavörslu. Starfsemi Þjóðminjasafnsins Íslands var til dæmis skipt upp í þrjár stofnanir (Þjóðminjasafn, Fornleifavernd, Húsafriðunarnefnd). Með tillögum forsætisráðherra er verið að brjóta á bak aftur þessa þróun og í raun verið að hverfa aftur til þess tíma sem samþjöppun á valdi tíðkaðist í málaflokkunum.Vegið að sérhæfingu Margt hefur gerst á þeim tíma sem liðið hefur frá því að þessi vegferð hófst um aldamótin. Safnalög hafa verið sett og háskólamenntun í fornleifafræði og safnafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, sem hefur aukið faglega rýni í málaflokknum. Að auki hafa ofantaldar þrjár nýjar stofnanir verið að byggja upp faglegri vinnubrögð sem taka mið af alþjóðlegum og samfélagslegum breytingum. Með sameiningartillögunum er vegið að þessari sérhæfingu, faglega metnaði og kröfum um samstarfshæfni stjórnenda þeirra. En sinnuleysið, í hverju felst það? Það sætir furðu að fjölmiðlar sýna málinu engan áhuga. Sem út af fyrir sig er kannski vísbending um að fólki er slétt sama um menninguna í landinu. En kannski á það bara við um fólk sem vinnur á fjölmiðlum, sem ég held reyndar að sé málið. Sagan, fortíðin og aðferðir þess opinbera í þeim efnum skipta fólk máli. Spyrjið hvaða Íslending sem er, ef þið nennið. Fjölmiðlar eiga að vakna af rotinu og fara að fjalla um þessi mál af jafn mikilli áfergju og þeir gera ef einhver ropar á Alþingi. Þeir eiga að fara að spyrja spurninga á borð við: er þessum málum betur borgið með tillögunum? Hvaða mál eru það annars sem eru í húfi í ljósi tillagnanna? Er verið að veita ákveðnum aðilum meiri völd en æskilegt er? Er verið að draga úr krafti þess sem þegar er til staðar? Er sameining æskileg út frá faglegum sjónarmiðum þeirra sem að málaflokknum koma? Hvaða rök eru á móti slíkum tillögum? Hvernig horfa tillögurnar við í alþjóðlegu samhengi? Þjóna hugmyndirnar hagsmunum almennings í landinu? Hvað styður það? Af hverju flýtir við að gera róttæka kerfisbreytingu? Sameiningartillögurnar fjalla ekki um svör við þessum spurningum. Fjölmiðlar fjalla ekki um þessar tillögur. Þetta er andi þjóðminjavörslu, sem hafa skal verulegar áhyggjur af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið lagði forsætisráðherra fram frumvarp á Alþingi þess efnis að sameina ætti tvær stofnanir á sviði þjóðminjavörslu, Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands. Nýja stofnunin á að bera heitið Þjóðminjastofnun. Þjóðminjavörður hefur stigið fram sem talsmaður breytinganna, en forstöðumaður Minjastofnunar hefur gagnrýnt hugmyndina. Tveir aðilar sem þekkja til málaflokksins hafa skrifað opinberlega greinar þar sem þeir lýsa vantrú sinni á tillögurnar. Fagfélög sem standa að sérsviðum þessara tveggja stofnana hafa lýst yfir efasemdum um sameininguna og árangurinn af henni. Svo undarlega vill til að forsætisráðherra, þjóðminjavörður og forstöðumaður Minjastofnunar hafa þagað þunnu hljóði í kjölfar gagnrýninnar. Og það sem meira er – komist upp með það. Enginn fjölmiðill hefur gert tilraun til þess að rýna í tillögurnar á grundvelli gagnrýni eða yfirlýsinga. Segja má að þetta sé andi þjóðminjavörslu í landinu á þessum tímapunkti, ofríki og sinnuleysi. En af hverju ofríki? Hvað er það sem gefur tilefni til þess að grípa til svo sterks orðs? Tillögur forsætisráðherra og fylgismanna hans vinna gegn því starfi sem ríkisstjórnir síðastliðinna tuttugu ára hafa verið að gera. En lagabreytingar og stofnanagerð hafa verið tilraunir til þess að treysta lýðræðisleg vinnubrögð og styrkja faglegar umfjallanir um málaflokka á sviði þjóðminjavörslu. Starfsemi Þjóðminjasafnsins Íslands var til dæmis skipt upp í þrjár stofnanir (Þjóðminjasafn, Fornleifavernd, Húsafriðunarnefnd). Með tillögum forsætisráðherra er verið að brjóta á bak aftur þessa þróun og í raun verið að hverfa aftur til þess tíma sem samþjöppun á valdi tíðkaðist í málaflokkunum.Vegið að sérhæfingu Margt hefur gerst á þeim tíma sem liðið hefur frá því að þessi vegferð hófst um aldamótin. Safnalög hafa verið sett og háskólamenntun í fornleifafræði og safnafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, sem hefur aukið faglega rýni í málaflokknum. Að auki hafa ofantaldar þrjár nýjar stofnanir verið að byggja upp faglegri vinnubrögð sem taka mið af alþjóðlegum og samfélagslegum breytingum. Með sameiningartillögunum er vegið að þessari sérhæfingu, faglega metnaði og kröfum um samstarfshæfni stjórnenda þeirra. En sinnuleysið, í hverju felst það? Það sætir furðu að fjölmiðlar sýna málinu engan áhuga. Sem út af fyrir sig er kannski vísbending um að fólki er slétt sama um menninguna í landinu. En kannski á það bara við um fólk sem vinnur á fjölmiðlum, sem ég held reyndar að sé málið. Sagan, fortíðin og aðferðir þess opinbera í þeim efnum skipta fólk máli. Spyrjið hvaða Íslending sem er, ef þið nennið. Fjölmiðlar eiga að vakna af rotinu og fara að fjalla um þessi mál af jafn mikilli áfergju og þeir gera ef einhver ropar á Alþingi. Þeir eiga að fara að spyrja spurninga á borð við: er þessum málum betur borgið með tillögunum? Hvaða mál eru það annars sem eru í húfi í ljósi tillagnanna? Er verið að veita ákveðnum aðilum meiri völd en æskilegt er? Er verið að draga úr krafti þess sem þegar er til staðar? Er sameining æskileg út frá faglegum sjónarmiðum þeirra sem að málaflokknum koma? Hvaða rök eru á móti slíkum tillögum? Hvernig horfa tillögurnar við í alþjóðlegu samhengi? Þjóna hugmyndirnar hagsmunum almennings í landinu? Hvað styður það? Af hverju flýtir við að gera róttæka kerfisbreytingu? Sameiningartillögurnar fjalla ekki um svör við þessum spurningum. Fjölmiðlar fjalla ekki um þessar tillögur. Þetta er andi þjóðminjavörslu, sem hafa skal verulegar áhyggjur af.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar