Michelle Rodriguez á 320 km hraða í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 14:29 Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent
Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent