Samskipti stjórna og hluthafa Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 30. mars 2016 11:00 Bein þátttaka hluthafa í stjórnarháttum hefur á undanförnum árum þróast rétt eins og önnur svið stjórnarhátta. Hluthafar taka nú beinan þátt í fleiri ákvörðunum en áður varðandi stjórnun félags, s.s. varðandi starfskjarastefnu – og ýmis Evrópuríki hafa aukið réttindi kjölfestuhluthafa, s.s. til framlagningar tillagna og aukins atkvæðavægis. Þátttaka hluthafa utan hluthafafunda hefur einnig verið rædd. Alla jafna ætti upplýsingagjöf stjórnar og hluthafafundir að duga hluthöfum til samskipta við stjórnir, en sjónum hefur í auknum mæli verið beint að beinum samskiptum utan funda. Ekki eru takmarkanir á aðgangi annarra haghafa að stjórn s.s. starfsmanna, kröfuhafa og hagsmunasamtaka – og því vandséð hvers vegna hluthafar ættu ekki að eiga farveg fyrir sjónarmið sín. Í leiðbeiningum OECD frá 2015 og drögum að tilskipun Evrópusambandsins 2014/0121 (COD) eru samskipti stofnanafjárfesta við stjórnir sérstaklega tekin til umfjöllunar. Í leiðbeiningum OECD segir: „Hins vegar er atkvæðagreiðsla á hluthafafundum aðeins einn farvegur fyrir þátttöku hluthafa. Bein tengsl og samskipti við stjórn eru önnur birtingarmynd fyrir þátttöku hluthafa sem gjarnan er nýtt.“ Í grein 2.10.2 í íslenskum Leiðbeiningum um stjórnarhætti frá 2015, segir í samræmi við framangreint að stjórn skuli koma á „…?skilvirku og aðgengilegu fyrirkomulagi samskipta hluthafa við stjórn félagsins þannig að þeir hafi jöfn tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við hana. Hluthafar skulu þannig eiga þess kost að gera stjórn félagsins grein fyrir viðhorfum sínum tengdum rekstri þess og leggja spurningar fyrir stjórnina.“ Í starfsreglum stjórna ætti að vera lögð áherslu á að slík samskipti við hluthafa fari fram með formlegum hætti – þannig að ekki verði raskað jafnræði hluthafa, trúnaði einstakra stjórnarmanna við félagið og að ekki rísi ágreiningur um hvað fram fór. Undirbúningur funda er því algert grundvallaratriði, s.s. hvaða málefni eru rædd og hver ekki, hverjir sitji fund af hálfu hvors aðila, hverjir eru upplýstir um fundinn – og ritun og varsla fundargerða. Samskipti stjórna við hluthafa eiga ekki að einkennast af umræðum á bak við tjöldin eða átökum í fjölmiðlum eða á hluthafafundum. Gegnsæ og formleg samskipti við hluthafa eru hins vegar til þess fallin að stuðla að bættri ákvarðanatöku. Þannig verður langtímahagsmuna og sjálfbærni markaðarins best gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Bein þátttaka hluthafa í stjórnarháttum hefur á undanförnum árum þróast rétt eins og önnur svið stjórnarhátta. Hluthafar taka nú beinan þátt í fleiri ákvörðunum en áður varðandi stjórnun félags, s.s. varðandi starfskjarastefnu – og ýmis Evrópuríki hafa aukið réttindi kjölfestuhluthafa, s.s. til framlagningar tillagna og aukins atkvæðavægis. Þátttaka hluthafa utan hluthafafunda hefur einnig verið rædd. Alla jafna ætti upplýsingagjöf stjórnar og hluthafafundir að duga hluthöfum til samskipta við stjórnir, en sjónum hefur í auknum mæli verið beint að beinum samskiptum utan funda. Ekki eru takmarkanir á aðgangi annarra haghafa að stjórn s.s. starfsmanna, kröfuhafa og hagsmunasamtaka – og því vandséð hvers vegna hluthafar ættu ekki að eiga farveg fyrir sjónarmið sín. Í leiðbeiningum OECD frá 2015 og drögum að tilskipun Evrópusambandsins 2014/0121 (COD) eru samskipti stofnanafjárfesta við stjórnir sérstaklega tekin til umfjöllunar. Í leiðbeiningum OECD segir: „Hins vegar er atkvæðagreiðsla á hluthafafundum aðeins einn farvegur fyrir þátttöku hluthafa. Bein tengsl og samskipti við stjórn eru önnur birtingarmynd fyrir þátttöku hluthafa sem gjarnan er nýtt.“ Í grein 2.10.2 í íslenskum Leiðbeiningum um stjórnarhætti frá 2015, segir í samræmi við framangreint að stjórn skuli koma á „…?skilvirku og aðgengilegu fyrirkomulagi samskipta hluthafa við stjórn félagsins þannig að þeir hafi jöfn tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við hana. Hluthafar skulu þannig eiga þess kost að gera stjórn félagsins grein fyrir viðhorfum sínum tengdum rekstri þess og leggja spurningar fyrir stjórnina.“ Í starfsreglum stjórna ætti að vera lögð áherslu á að slík samskipti við hluthafa fari fram með formlegum hætti – þannig að ekki verði raskað jafnræði hluthafa, trúnaði einstakra stjórnarmanna við félagið og að ekki rísi ágreiningur um hvað fram fór. Undirbúningur funda er því algert grundvallaratriði, s.s. hvaða málefni eru rædd og hver ekki, hverjir sitji fund af hálfu hvors aðila, hverjir eru upplýstir um fundinn – og ritun og varsla fundargerða. Samskipti stjórna við hluthafa eiga ekki að einkennast af umræðum á bak við tjöldin eða átökum í fjölmiðlum eða á hluthafafundum. Gegnsæ og formleg samskipti við hluthafa eru hins vegar til þess fallin að stuðla að bættri ákvarðanatöku. Þannig verður langtímahagsmuna og sjálfbærni markaðarins best gætt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar