Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar sagt upp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2016 12:20 Frá leikskóla í Árborg. Vísir/Anton Brink Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar með samtals 83 ára starfsreynslu hjá sveitarfélaginu hefur verið sagt upp núverandi greiðslufyrirkomulagi. Þær eru beðnar um að svara því fyrir lok mánaðar hvort þær vilji halda áfram störfum. Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Ég er að sjálfsögðu mjög ósátt eins og við allar erum,“ segir Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Við boðuðum til fundar með stéttarfélagi okkar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem fulltrúar Árborgar mættu og var skorað á þau að draga þessar breytingar til baka.“ Helga Dóra segir hljóðið í skúringakonunum mjög slæmt. „Það er hreinlega verið að valta yfir okkur,“ segir hún. „Allt konur í láglaunastétt og það á að skerða laun okkar svo um munar, um helming eða meira. Ekki voru launin há fyrir. Þetta er aðalstarf hjá okkur flestum og setur því mikið strik í reikninginn.“ Hún á ekki von á því að konurnar vilji ráða sig aftur til sveitarfélagsins ef ákvörðuninni verður haldið til streitu. Hún segist óttast það að þrifin verði verri á leikskólunum þar sem tíminn sem búið er að áætla að það taki konurnar að þrífa sé engan veginn nægur.Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.„Við erum að gera þær breytingar á greiðslum fyrir ræstingar að fara yfir í kerfi sem átti skv. kjarasamningi að taka upp í maí 2014, þar er kveðið á um að greitt skuli skv. uppmælingu fyrir ræstingar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Breytingin hefur í för með sér talsverðan sparnað fyrir sveitarfélagið vegna þess að greiðslur skv. eldra kerfi hafa verið hærri en skv. uppmælingunni. Í hagræðingaraðgerðum var leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði á þeim sviðum sem ekki myndi skerða þjónustu við íbúa og er þetta ein þeirra leiða, auk þessa er nú verið að hagræða í innkaupum á matvöru fyrir mötuneyti sveitarfélagsins með samræmingu matseðla og hráefniskaupa og unnið að útboðum á ýmsum þjónustuþáttum.“ Ásta segir þá spurningu hafa komið upp hvort ekki hefði mátt lækka laun stjórnenda. Hún segir að Árborg hafi lækkað laun stjórnenda árið 2008 og sú lækkun ekki gengið til baka. „Á árinu 2010 var stöðugildum stjórnenda síðan fækkað verulega þannig að álag á þann hóp hefur heldur aukist jafnframt því sem laun hafa lækkað,“ segir Ásta. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar með samtals 83 ára starfsreynslu hjá sveitarfélaginu hefur verið sagt upp núverandi greiðslufyrirkomulagi. Þær eru beðnar um að svara því fyrir lok mánaðar hvort þær vilji halda áfram störfum. Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Ég er að sjálfsögðu mjög ósátt eins og við allar erum,“ segir Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Við boðuðum til fundar með stéttarfélagi okkar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem fulltrúar Árborgar mættu og var skorað á þau að draga þessar breytingar til baka.“ Helga Dóra segir hljóðið í skúringakonunum mjög slæmt. „Það er hreinlega verið að valta yfir okkur,“ segir hún. „Allt konur í láglaunastétt og það á að skerða laun okkar svo um munar, um helming eða meira. Ekki voru launin há fyrir. Þetta er aðalstarf hjá okkur flestum og setur því mikið strik í reikninginn.“ Hún á ekki von á því að konurnar vilji ráða sig aftur til sveitarfélagsins ef ákvörðuninni verður haldið til streitu. Hún segist óttast það að þrifin verði verri á leikskólunum þar sem tíminn sem búið er að áætla að það taki konurnar að þrífa sé engan veginn nægur.Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.„Við erum að gera þær breytingar á greiðslum fyrir ræstingar að fara yfir í kerfi sem átti skv. kjarasamningi að taka upp í maí 2014, þar er kveðið á um að greitt skuli skv. uppmælingu fyrir ræstingar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Breytingin hefur í för með sér talsverðan sparnað fyrir sveitarfélagið vegna þess að greiðslur skv. eldra kerfi hafa verið hærri en skv. uppmælingunni. Í hagræðingaraðgerðum var leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði á þeim sviðum sem ekki myndi skerða þjónustu við íbúa og er þetta ein þeirra leiða, auk þessa er nú verið að hagræða í innkaupum á matvöru fyrir mötuneyti sveitarfélagsins með samræmingu matseðla og hráefniskaupa og unnið að útboðum á ýmsum þjónustuþáttum.“ Ásta segir þá spurningu hafa komið upp hvort ekki hefði mátt lækka laun stjórnenda. Hún segir að Árborg hafi lækkað laun stjórnenda árið 2008 og sú lækkun ekki gengið til baka. „Á árinu 2010 var stöðugildum stjórnenda síðan fækkað verulega þannig að álag á þann hóp hefur heldur aukist jafnframt því sem laun hafa lækkað,“ segir Ásta.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira