Rannsóknir fyrir raunverulegt val Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun