Sérlög þýða stóraukna ábyrgð Svavar Hávarðsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Við Mývatn Enginn vafi leikur á því að ríkið ber auknar skyldur gagnvart verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu vegna sérlaga um náttúruvernd á svæðinu. Í skriflegu svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um mengun í Mývatni er tekið undir að ofauðgun blábaktería í vatninu og áhrif hennar á lífríkið þar sé mikið áhyggjuefni; verið sé að skoða hugsanlegar lausnir og rætt hafi verið við sveitarfélagið um þau mál. Verið sé að fara yfir nýja samantekt um uppsprettur næringarefna til að meta hvort hugsanlegar aðgerðir munu skila raunverulegum árangri. Umbætur í fráveitumálum eru einn þáttur sem hefur verið nefndur til að draga úr ofauðgun. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru fráveitumál almennt á ábyrgð sveitarfélaga, en ríkið hafi rætt við sveitarfélagið um stöðu mála m.a. í ljósi sérlaga, eins og gilda við Mývatn. Það liggi fyrir að ráðuneytið hafi þurft betri yfirsýn yfir hvert sé innstreymi efna í vatnið sem veldur menguninni og hvaðan hún kemur, svo skipulega sé hægt að bregðast við henni. Í því augnamiði hafi á vegum ráðuneytisins verið unnin samantekt af Gunnari Steini Jónssyni líffræðingi á fyrirliggjandi gögnum úr ýmsum áttum. Að mati ráðuneytisins gefur samantektin glögga mynd af innstreymi næringarefna frá náttúrulegum uppsprettum og af mannavöldum og sé góður grunnur til að meta áhrif hugsanlegra aðgerða. Það sé hins vegar ekki ljóst af samantektinni hvort aðgerðir í fráveitumálum eða á öðrum sviðum muni skila tilætluðum árangri varðandi bakteríublóma og það þurfi að skoða betur, sem verði gert á næstunni. Spurningarnar eru stórar og flóknar. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það sé engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega í Mývatni – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Mývatn sé afar frjótt frá náttúrunnar hendi og öll viðbót hafi áhrif. Innstreymi næringarefna hafi verið mikið áratugum saman, og áhrifa kísilverksmiðjunnar við Mývatn gæti jafnvel enn þá. Grunnspurningin sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa varpað fram í þessu samhengi er sú hvort ríkið beri ekki frekari skyldur vegna sérlaga um Mývatn og Laxá – og þeirra á meðal sveitarstjórn Skútustaðahrepps sem hefur farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé stutt til að bæta fráveitumál sín. Í svari ráðuneytisins segir að enginn dragi í efa að svæðið hafi hátt verndargildi og sé einstakt á heimsvísu og að stjórnvöld beri aukna ábyrgð í ljósi þess að sérlög gilda um vernd þess. Verði ekki stefnt í hættu af mannavöldumLög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu tóku gildi árið 2004. Markmið þeirra er að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Í lögunum segir að þau eigi að tryggja verndun líffræðilegrar fjölbreytni á vatnasviði Mývatns og Laxár. Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að ríkið ber auknar skyldur gagnvart verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu vegna sérlaga um náttúruvernd á svæðinu. Í skriflegu svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um mengun í Mývatni er tekið undir að ofauðgun blábaktería í vatninu og áhrif hennar á lífríkið þar sé mikið áhyggjuefni; verið sé að skoða hugsanlegar lausnir og rætt hafi verið við sveitarfélagið um þau mál. Verið sé að fara yfir nýja samantekt um uppsprettur næringarefna til að meta hvort hugsanlegar aðgerðir munu skila raunverulegum árangri. Umbætur í fráveitumálum eru einn þáttur sem hefur verið nefndur til að draga úr ofauðgun. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru fráveitumál almennt á ábyrgð sveitarfélaga, en ríkið hafi rætt við sveitarfélagið um stöðu mála m.a. í ljósi sérlaga, eins og gilda við Mývatn. Það liggi fyrir að ráðuneytið hafi þurft betri yfirsýn yfir hvert sé innstreymi efna í vatnið sem veldur menguninni og hvaðan hún kemur, svo skipulega sé hægt að bregðast við henni. Í því augnamiði hafi á vegum ráðuneytisins verið unnin samantekt af Gunnari Steini Jónssyni líffræðingi á fyrirliggjandi gögnum úr ýmsum áttum. Að mati ráðuneytisins gefur samantektin glögga mynd af innstreymi næringarefna frá náttúrulegum uppsprettum og af mannavöldum og sé góður grunnur til að meta áhrif hugsanlegra aðgerða. Það sé hins vegar ekki ljóst af samantektinni hvort aðgerðir í fráveitumálum eða á öðrum sviðum muni skila tilætluðum árangri varðandi bakteríublóma og það þurfi að skoða betur, sem verði gert á næstunni. Spurningarnar eru stórar og flóknar. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það sé engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega í Mývatni – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Mývatn sé afar frjótt frá náttúrunnar hendi og öll viðbót hafi áhrif. Innstreymi næringarefna hafi verið mikið áratugum saman, og áhrifa kísilverksmiðjunnar við Mývatn gæti jafnvel enn þá. Grunnspurningin sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa varpað fram í þessu samhengi er sú hvort ríkið beri ekki frekari skyldur vegna sérlaga um Mývatn og Laxá – og þeirra á meðal sveitarstjórn Skútustaðahrepps sem hefur farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé stutt til að bæta fráveitumál sín. Í svari ráðuneytisins segir að enginn dragi í efa að svæðið hafi hátt verndargildi og sé einstakt á heimsvísu og að stjórnvöld beri aukna ábyrgð í ljósi þess að sérlög gilda um vernd þess. Verði ekki stefnt í hættu af mannavöldumLög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu tóku gildi árið 2004. Markmið þeirra er að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Í lögunum segir að þau eigi að tryggja verndun líffræðilegrar fjölbreytni á vatnasviði Mývatns og Laxár. Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira