Flóttamenn sendir aftur til Tyrklands Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Flóttamannabörn að leik í búðum í Idomeni í norðanverðu Grikklandi, steinsnar frá landamærunum að Makedóníu í gær. Hömlur sem settar hafa verið á för flótta- og förufólks svokallaða "Balkan-leið“, sem flestir hafa farið á leið sinni frá Miðausturlöndum til Evrópusambandslanda, hafa orðið til þess að þúsundir flóttafólks eru fastar í Grikklandi. Fréttablaðið/EPA Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morgun, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrklandi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Hún hefur sagt áætlun um að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands á „ytri mörkum alþjóðalaga“ og erfiða í framkvæmd.Fréttablaðið/EPADonald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomulags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sambandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sérfræðinga í málefnum flóttafólks og túlka.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morgun, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrklandi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Hún hefur sagt áætlun um að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands á „ytri mörkum alþjóðalaga“ og erfiða í framkvæmd.Fréttablaðið/EPADonald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomulags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sambandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sérfræðinga í málefnum flóttafólks og túlka.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira