Flóttamenn sendir aftur til Tyrklands Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Flóttamannabörn að leik í búðum í Idomeni í norðanverðu Grikklandi, steinsnar frá landamærunum að Makedóníu í gær. Hömlur sem settar hafa verið á för flótta- og förufólks svokallaða "Balkan-leið“, sem flestir hafa farið á leið sinni frá Miðausturlöndum til Evrópusambandslanda, hafa orðið til þess að þúsundir flóttafólks eru fastar í Grikklandi. Fréttablaðið/EPA Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morgun, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrklandi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Hún hefur sagt áætlun um að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands á „ytri mörkum alþjóðalaga“ og erfiða í framkvæmd.Fréttablaðið/EPADonald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomulags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sambandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sérfræðinga í málefnum flóttafólks og túlka.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Flóttafólk sem kemur til Grikklands eftir miðnætti á morgun, sunnudag, verður sent aftur til Tyrklands verði beiðni þess um hæli hafnað. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkjanna og Tyrklands sem gengið var frá í Brussel í gær. Á móti taka ríki ESB á sig að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Tyrklandi. Þá gerir samkomulagið Grikkjum kleift að senda til Tyrklands flótta- og förufólk sem er án skilríkja. Stórir hópar flóttafólks hafa safnast upp þar sem för þeirra hefur verið stöðvuð á landamærum Grikklands og Makedóníu og hírist þar við rýran kost. Samkomulaginu er einnig ætlað að taka á þessum vanda að hluta. Þá fylgir samkomulaginu einnig fjárstuðningur ESB til Tyrklands vegna flóttamannamála og aukinn kraftur verður settur í aðildarviðræður Tyrklands að ESB.Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Hún hefur sagt áætlun um að snúa flóttafólki aftur til Tyrklands á „ytri mörkum alþjóðalaga“ og erfiða í framkvæmd.Fréttablaðið/EPADonald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel seinni partinn í gær. Um er að ræða niðurstöðu tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna 28 og Davutoglu sem lauk í gær. Samkomulagið er umdeilt og var harðlega mótmælt af mannréttindasamtökum sem sögðu það brjóta alþjóðalög um meðferð flóttafólks, á meðan það var í vinnslu. Á meðan á fundunum stóð var einnig misjafnt hljóð í leiðtogum aðildarríkjanna, svo sem í Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, en breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir henni viðvörun um að áætlun um að snúa fólki aftur til Tyrklands væri „á ytri mörkum alþjóðalaga“ og væri erfið í framkvæmd. Juncker tilnefndi í gær Maarten Verwey sem samhæfingarstjóra ESB við framkvæmd samkomulags ESB og Tyrklands, að því er fram kemur í tilkynningu sambandsins. Þar kemur líka fram að aðildarríkin skuldbindi sig til að útvega Grikkjum með skömmum fyrirvara nauðsynleg úrræði, þar á meðal landamæraverði, sérfræðinga í málefnum flóttafólks og túlka.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira