Hvers vegna Píratar? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 9. september 2016 09:46 Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun