Benz eykur enn forskotið á BMW Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 12:00 Hatrömm barátta mun standa milli Benz og BMW út árið í heildarsölu. Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent
Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent