Hluthafar í Volkswagen vilja 1.055 milljarða í bætur Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 10:29 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent
Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent