Einstök áskorun í námi Jón B. Stefánsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, hefur frá því snemma á árinu 2015 unnið að stofnun nýrrar námsbrautar til þriggja ára stúdentsprófs fyrir góða námsmenn, sem hefur hlotið nafnið K2 tækni- og vísindaleiðin. Skipulag brautarinnar var unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. K2 er fyrir mjög duglega nemendur sem útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hafa áhuga á háskólanámi í verk- og tæknigreinum. Það er gert ráð fyrir að innrita 25 til 30 nemendur haustið 2016. K2 er ætlað að höfða til nemenda sem eru tilbúnir að stíga út fyrir boxið og takast á við krefjandi nám sem tengir saman hug og hönd. Samstarf Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík er mikils virði í þessu samhengi.Nafnið K2 Heiti námsbrautarinnar K2 vísar til næsthæsta fjallstinds heims sem þykir einkar erfiður viðureignar. Sem dæmi hljóta sex annir brautarinnar nöfn búða líkt og í fjallgöngu. Nemendur hefja nám í grunnbúðum, halda síðan í tæknibúðir og þaðan í vísindabúðir, frumkvöðlabúðir og forritunarbúðir þar til tindinum er náð. Nemendahópurinn verður í bekkjakerfi og er námið skipulagt sem lotunám þar sem þrjár lotur eru í hverri búð, t.d. í grunnbúðum, hver lota tekur u.þ.b. fimm vikur. Nemendur vinna svo lokaverkefni, í samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu, í ákveðnum búðum á námstímanum.Tilgangurinn að efla tækni og vísindanám K2 er skipulögð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki. Þannig er brautin sniðin að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Markmiðið með K2 er fyrst og fremst að efla tækni- og vísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs. Samstarfið við atvinnulífið felst í því að gefa nemendum tækifæri til að takast á hendur raunveruleg verkefni undir leiðsögn sérfræðinga hjá samstarfsfyrirtækjum. HR gætir þess að innihald og gæði námsins verði í samræmi við kröfur háskólans svo að nemendur með stúdentspróf af K2 tækni- og vísindaleið muni eiga greiða leið inn í krefjandi háskólanám.Val grunnskólanema Almennt er viðurkennt að hallað hafi á verk- og tækninám við val grunnskólanemenda á framhaldsskólum. Tækniskólinn vill leggja sitt af mörkum til að efla nám ungmenna í verk- og tæknigreinum með því að gefa kost á öflugu og hagnýtu þriggja ára námi til stúdentsprófs. K2 tækni- og vísindaleiðin gefur ungum nemendum kost á krefjandi námi tengdu vísindum og tækni. Námið byggir á krefjandi viðfangsefnum, óhefðbundinni nálgun og tengingu við raunveruleg verkefni í samvinnu við atvinnulífið. Það reynir því ekki einvörðungu á hæfni nemenda til að muna, heldur á færni, sjálfstæði, sköpun og samvinnu nemenda. Farmiðinn á tindinn Gert er ráð fyrir að nemendur K2 hefji námið með þriggja daga þjálfunarbúðum til að kynnast innbyrðis og efla tengsl sín á milli áður en haldið er í grunnbúðirnar. Í náminu verður mikil áhersla á nám í verkefnavinnu sem reynir bæði á sjálfstæð vinnubrögð og hópavinnu þar sem nemendur glíma sameiginlega við stærri verkefni. Við val nemenda í K2 verður horft til einkunna úr grunnskóla og er gert ráð fyrir lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði en einnig verður horft til annarra þátta sem styrkja einstaklinginn og gera hann hæfan til ferðalagsins á tindinn. Þeir nemendur sem sækja um þátttöku í ferðina verða teknir í viðtal áður en farmiðinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar um K2 leiðina er að finna á heimasíðu Tækniskólans www.tskoli.is og skulu fyrirspurnir sendar á hbb@tskoli.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, hefur frá því snemma á árinu 2015 unnið að stofnun nýrrar námsbrautar til þriggja ára stúdentsprófs fyrir góða námsmenn, sem hefur hlotið nafnið K2 tækni- og vísindaleiðin. Skipulag brautarinnar var unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. K2 er fyrir mjög duglega nemendur sem útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hafa áhuga á háskólanámi í verk- og tæknigreinum. Það er gert ráð fyrir að innrita 25 til 30 nemendur haustið 2016. K2 er ætlað að höfða til nemenda sem eru tilbúnir að stíga út fyrir boxið og takast á við krefjandi nám sem tengir saman hug og hönd. Samstarf Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík er mikils virði í þessu samhengi.Nafnið K2 Heiti námsbrautarinnar K2 vísar til næsthæsta fjallstinds heims sem þykir einkar erfiður viðureignar. Sem dæmi hljóta sex annir brautarinnar nöfn búða líkt og í fjallgöngu. Nemendur hefja nám í grunnbúðum, halda síðan í tæknibúðir og þaðan í vísindabúðir, frumkvöðlabúðir og forritunarbúðir þar til tindinum er náð. Nemendahópurinn verður í bekkjakerfi og er námið skipulagt sem lotunám þar sem þrjár lotur eru í hverri búð, t.d. í grunnbúðum, hver lota tekur u.þ.b. fimm vikur. Nemendur vinna svo lokaverkefni, í samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu, í ákveðnum búðum á námstímanum.Tilgangurinn að efla tækni og vísindanám K2 er skipulögð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki. Þannig er brautin sniðin að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Markmiðið með K2 er fyrst og fremst að efla tækni- og vísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs. Samstarfið við atvinnulífið felst í því að gefa nemendum tækifæri til að takast á hendur raunveruleg verkefni undir leiðsögn sérfræðinga hjá samstarfsfyrirtækjum. HR gætir þess að innihald og gæði námsins verði í samræmi við kröfur háskólans svo að nemendur með stúdentspróf af K2 tækni- og vísindaleið muni eiga greiða leið inn í krefjandi háskólanám.Val grunnskólanema Almennt er viðurkennt að hallað hafi á verk- og tækninám við val grunnskólanemenda á framhaldsskólum. Tækniskólinn vill leggja sitt af mörkum til að efla nám ungmenna í verk- og tæknigreinum með því að gefa kost á öflugu og hagnýtu þriggja ára námi til stúdentsprófs. K2 tækni- og vísindaleiðin gefur ungum nemendum kost á krefjandi námi tengdu vísindum og tækni. Námið byggir á krefjandi viðfangsefnum, óhefðbundinni nálgun og tengingu við raunveruleg verkefni í samvinnu við atvinnulífið. Það reynir því ekki einvörðungu á hæfni nemenda til að muna, heldur á færni, sjálfstæði, sköpun og samvinnu nemenda. Farmiðinn á tindinn Gert er ráð fyrir að nemendur K2 hefji námið með þriggja daga þjálfunarbúðum til að kynnast innbyrðis og efla tengsl sín á milli áður en haldið er í grunnbúðirnar. Í náminu verður mikil áhersla á nám í verkefnavinnu sem reynir bæði á sjálfstæð vinnubrögð og hópavinnu þar sem nemendur glíma sameiginlega við stærri verkefni. Við val nemenda í K2 verður horft til einkunna úr grunnskóla og er gert ráð fyrir lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði en einnig verður horft til annarra þátta sem styrkja einstaklinginn og gera hann hæfan til ferðalagsins á tindinn. Þeir nemendur sem sækja um þátttöku í ferðina verða teknir í viðtal áður en farmiðinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar um K2 leiðina er að finna á heimasíðu Tækniskólans www.tskoli.is og skulu fyrirspurnir sendar á hbb@tskoli.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar