Sögulegt samkomulag í loftslagsmálum Ásgeir Erlendsson skrifar 15. október 2016 19:30 Efni sem eru skaðleg andrúmsloftinu er að finna í fjölda kæliskápa og loftkælikerfa á Íslandi. En í dag náðist sögulegt alþjóðlegt samkomulag um að útrýma notkun þessara efna á næstu áratugum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikilvægt skref hafa verið stigið í loftslagsmálum. Samkomulagið sem staðfest var í Rúanda í morgun er talið talið stórt skref í baráttunni gegn skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota vetnisflúorkolefni sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. Þróuð ríki í Evrópu og norður Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um 10 prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Hér á landi hafa verið reglur í gildi undanfarin ár sem stuðla að minnkun þessara lofttegunda en vinna er þegar hafin við að útrýma þeim hér á landi. Vetnisflúorkolefni eru í mikilli notkun á Íslandi, sérstaklega í kælikerfum og loftkælingum bíla en hverfandi líkur eru á að hægt sé að finna nýjan ísskáp sem inniheldur efnið. Ísak Sigurjón Bragason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fagnar samkomulaginu og segir stórt skref hafa verið stigið. „Notkun þessara efna hefur verið að aukast undanfarin ár, sérstaklega í þróunarríkjunum. Þetta eru mjög slæmar gróðurhúsalofttegundir. Þær eru kannski 3-4000 öflugri en koldíoxíð. Þetta eru stórar fréttir, góðar fréttir. “Segir Ísak. Hann segir efnin í mikilli notkun á Íslandi. „Mörg stór kælikerfi keyra á þessum efnum og eldri ísskápar.“ Hann segir að mestu máli skipti að þróunarríki hafi gerst aðilar að samkomulaginu en þau fá rýmri tíma en þróuð ríki til að draga úr notkun efnanna. „Þetta er að fá alla að sama borði því grípa þarf inn í og minnka notkun efnanna.“ Segir Ísak. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Efni sem eru skaðleg andrúmsloftinu er að finna í fjölda kæliskápa og loftkælikerfa á Íslandi. En í dag náðist sögulegt alþjóðlegt samkomulag um að útrýma notkun þessara efna á næstu áratugum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikilvægt skref hafa verið stigið í loftslagsmálum. Samkomulagið sem staðfest var í Rúanda í morgun er talið talið stórt skref í baráttunni gegn skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota vetnisflúorkolefni sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. Þróuð ríki í Evrópu og norður Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um 10 prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Hér á landi hafa verið reglur í gildi undanfarin ár sem stuðla að minnkun þessara lofttegunda en vinna er þegar hafin við að útrýma þeim hér á landi. Vetnisflúorkolefni eru í mikilli notkun á Íslandi, sérstaklega í kælikerfum og loftkælingum bíla en hverfandi líkur eru á að hægt sé að finna nýjan ísskáp sem inniheldur efnið. Ísak Sigurjón Bragason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fagnar samkomulaginu og segir stórt skref hafa verið stigið. „Notkun þessara efna hefur verið að aukast undanfarin ár, sérstaklega í þróunarríkjunum. Þetta eru mjög slæmar gróðurhúsalofttegundir. Þær eru kannski 3-4000 öflugri en koldíoxíð. Þetta eru stórar fréttir, góðar fréttir. “Segir Ísak. Hann segir efnin í mikilli notkun á Íslandi. „Mörg stór kælikerfi keyra á þessum efnum og eldri ísskápar.“ Hann segir að mestu máli skipti að þróunarríki hafi gerst aðilar að samkomulaginu en þau fá rýmri tíma en þróuð ríki til að draga úr notkun efnanna. „Þetta er að fá alla að sama borði því grípa þarf inn í og minnka notkun efnanna.“ Segir Ísak.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent