Réttindi barna af erlendum uppruna Karólína Helga Símonardóttir skrifar 14. október 2016 13:52 Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun